Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

       
Skipulags- og byggingamál

Fasteignaskráning

 


 

Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 skal Fasteignamat ríkisins annast rekstur gagna- og upplýsingakerfis er nefnist Landskrá fasteigna.

 

Í Landskrá fasteigna skal skrá allar fasteignir í landinu og er hún grundvöllur skráningar fasteigna, þinglýsingabókar, mats fasteigna og húsaskrár Hagstofu Íslands og þjóðskrár.

 

Byggingarfulltrúi er ábyrgur fyrir að Fasteignamati ríkisins berist upplýsingar um lönd og lóðir og breytingar á þeim, svo og um öll mannvirki, sem gerð eru á starfsvæði hans og um breytingar á þeim og eyðingu þeirra. Stærðarskráning mannvirkja er sett fram í skráningartöflum.

 

Ennfremur tilkynnir byggingarfulltrúi um framvindu byggingarstiga svo og eigendaskráningu nýrra fasteigna. Byggingarstjóra er skylt að tilkynna til byggingarfulltrúa þegar bygging er fokheld.

 

Byggingarfulltrúa er einhliða heimilt að tilkynna Fasteignamati ríkisins þegar bygging er fokheld vanræki byggingarstjóri skyldur sínar.

 

Fasteignamat

Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 metur Fasteignamat ríkisins lóðir, lönd og mannvirki fasteignamati og skráir það í Landskrá fasteigna.

 

Lóðir eru metnar til fasteignamats við skráningu þeirra í Landskrá fasteigna.

 

Mannvirki eru fyrst metin fasteignamati, án skoðunar, þegar hús eru fokheld.

 

Mannvirki eru metin fasteignamati, með skoðun, þegar hús eru tekin í notkun og þar til þau eru fullgerð.