Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Silfurtún - félagsstarf


 

Félagsstarf á Silfurtúni er þó nokkuð og hluti af því opið öllum eldri borgurum í Dalabyggð.

 

Leikfimi er þrisvar í viku.

 

Handavinna er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Öllum eldri borgurum í Dalabyggð er velkomið að taka þátt.

 

Þá er upplestur, söngstund,  bíó og aðrar uppákomur reglulega.

 

Þorrablót eru haldin árlega, þar sem eldri borgarar í Dalabyggðar koma og eru með okkur.

Vetrarfagnaður er haldinn í upphafi vetrar og þar koma eldri borgarar í Dalabyggð líka með.

 

Sumarferð er farin á hverju sumri.

 

Á þrettándagleði býður heimilisfólk aðstandendum í mat og smá skemmtun og dans.

 

Silfurrefirnir er húshljómsveitin,  skipuð harmonikkuleikurum, gítarleikara og trommara. Eru það félagar úr Nikkólínu úr röðum eldri borgara í Dalabyggð og aðrir tengdir starfsfólkinu.

 

Silfurtún hefur einnig á að skipa organista úr röðum heimilismanna til að spila við helgistundir og minningarathafnir.