Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Héraðsskjalasafn Dalasýslu

- Skjalaskrár sóknarnefnda -


 

Skjöl sóknarnefnda í Dalabyggð eru samkvæmt lögum skilaskyld til Héraðsskjalasafns Dalasýslu.

 

Narfeyrarsókn

Breiðabólstaðarsókn

Snóksdalssókn

   Kirkjukór Snókdalssóknar

Sauðafellssókn

Kvennabrekkusókn

Stóra-Vatnshornssókn

Hjarðarholtssókn 

Hvammssókn

Staðarfellssókn

Dagverðarnessókn

Skarðssókn

Staðarhólssókn

Hvolssókn

 

Skilaskylda skjala sóknarnefnda

Samkvæmt 14. tl. 4. gr. reglugerðar nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn ber að varðveita skjalasöfn sóknarnefnda á héraðsskjalasöfnum. Skjöl sóknarnefnda geta náð allt til ársins 1880 er sóknarnefndir voru stofnaðar samkvæmt lögum nr. 5/1880, um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og héraðsnefnda. Skilaskylda er að jafnaði eigi síðar en þegar skjöl hafa náð 30 ára aldri.

 

Þau skjöl sem almennt er að finna í vörslu sóknarnefnda eru gerðabækur sóknarnefnda, gerðabækur byggingarnefnda kirkna, sjóðsbækur og bókhaldsskjöl, m.a. innheimta sóknargjalda til ársins 1988, kirkjubók sóknarnefnda, kirkjuskrár, kirkjustólar (eignaskrár), bréfasafn, skjöl er varða starfsemi kirkjukóra og ýmis önnur skjöl eins og ljósmyndir, teikningar og uppdrættir af orgelum og kirkjubyggingum og fleira. Þá gætu verið í fórum nefndanna margvísleg gögn sem tengjast kirkjubyggingum, kirkjukórum og kirkjugörðum, svo dæmi séu nefnd.

 

Héraðsskjalasöfn og Biskup Íslands stóðu fyrir átaki í söfnun skjala frá sóknarnefndum í því skyni að hvetja sóknarnefndir til að varðveita sögu sína með því að koma skjölunum á næsta héraðskjalasafn og varðveita þau á öruggum stað.

 

Einstaklingar sem hafa í fórum sínum skjöl, ljósmyndir eða muni tengda sóknarnefndum ber skylda til að afhenda þau formanni sóknarnefndar eða héraðsskjalaverði til að koma þeim í örugga vörslu.