Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar 2010-2014


 

Skv. 9. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 skulu sveitastjórnir marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins og skal hún send til félagsmálaráðuneytisins og Barnaverndarstofu. Í slíkri áætlun skal m.a. koma fram markmið í barnaverndarstarfi, skilgreina þörf fyrir úrræði og kostnað þeirra, mat á starfsmannaþörf og hvernig eftirliti barnaverndar með aðbúnaði og uppeldisskilyrðum barna er háttað.  Þar sem fleiri sveitarfélög standa saman að barnaverndarnefnd er heimilt að gera sameiginlega áætlun.

 

Barnarverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala fer með barnaverndarmál í umdæmi 4 sveitarfélaga; Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar, Dalabyggðar og Skorradalshrepps. Félagsþjónusta Borgarbyggðar sinnir skv. samningum barnaverndarmálum í Borgarbyggð, Dalabyggð og Skorradalshreppi en Hvalfjarðarsveit ræður starfsmann til að sinna verkefnunum. 

 

Starfssvæði nefndarinnar er því mjög dreift og aðstæður ólíkar milli sveitarfélaga. Dalabyggð og Skorradalshreppur kaupa félagsþjónustu af Borgarbyggð, en Hvalfjarðarsveit rekur sína eigin. Skipulagt félagsstarf barna og unglinga er einnig ólíkt á svæðinu og sérfræðiþjónusta við grunnskóla og leikskóla skipulögð með ólíkum hætti.  Byggðarkjarnar eru nokkrir:  Borgarnes er stærstur, Búðardalur, Bifröst, Hvanneyri, Melahverfi, Reykholt. 

Markmið

Helstu markið eru:

· að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. 

· að barnaverndarmál verði unnin af fagmennsku og hlutlægni með hagsmuni  barnsins að leiðarljósi en í samvinnu við foreldra eins og kostur er hverju sinni.

· byggja þjónustu barnaverndar á trausti, virðingu og sérstöðu hver s og eins sem þjónustunnar nýtur. 

· styðja fjölskyldur í vanda og setja inn viðeigandi úrræði.

· velferð barna skal ávallt sitja í fyrirrúmi.

· leitast við að tryggja börnum og ungmennum í sveitarfélögunum sem öruggust  uppeldisskilyrði.

Leiðir

Til  að stuðla að því að þessi markmið náist skal hvert sveitarfélag fyrir sig sjá um:

· að fólki sem starfar með börnunum; s.s. í skóla, leikskóla og tómstundastarfi sé reglulega kynnt tilkynningarskylda til nefndarinnar og grunnhugmyndir barnaverndarstarfs. Starfsfólki verði auk þess veitt fræðsla um kynferðislegt ofbeldi.

· að farið verði í grunnskólana og haldnir fræðslufundir með nemendum um ólíkar birtingarmyndir ofbeldis. 

· forvarnir til að fyrirbyggja að börn lendi í vanda.

· forvarnir gegn vímuefnum og hvers konar neyslu sem veldur áhættuhegðun.

· að stuðla að fræðslu til foreldra til að styrkja þá í uppeldishlutverkinu.  

Uppbygging barnaverndarstarfs 

Barnaverndarnefnd er skipuð fulltrúum úr félagsmálanefndum þriggja sveitarfélaga af þeim fjórum sem nefndin starfar fyrir.

· 3 fulltrúar úr velferðarnefnd Borgarbyggðar  

· 1 fulltrúi úr félagsmálanefnd Dalarbyggðar

· 1 fulltrúi úr fjölskyldunefnd Hvalfjarðarsveitar  

 

Nefndin hefur skv. 14. grein barnaverndarlaga sett reglur um könnun og meðferð einstakra mála hjá starfsmönnum þannig að hluti mála er unninn án aðkomu nefndarinnar sjálfrar.

 

Nefndin hefur eftirlit með störfum starfsmanna með því að fá tvisvar á ári á fundum upplýsingar um stöðu mála:

· Fjölda tilkynninga í barnaverndarmálum og ástæður, sbr. sískráningu til Barnaverndarstofu.

· Fjölda áætlana  sem gerðar hafa verið skv. 23. grein barnaverndarlaga.

Starfsmannaþörf

Mikilvægt er að tryggður sé aðgangur að starfsmönnum til að sinna skyldum sveitarfélaganna í barnaverndarmálum og ná markmiðum áætlunarinnar. Áhersla er lögð á að starfsmenn hafi til að bera faglega þekkingu og kunnáttu. 

Áætlaður kostnaður 

Hvert sveitarfélag fyrir sig gerir í fjárhagsáætlun ráð fyrir rekstrarkostnaði við barnavernd.  

Eftirlit 

Eftirlit barnarverndarnefndar með aðbúnaði og uppeldisskilyrðum barna verður fyrst og fremst að fara fram með góðri samvinnu við skóla og aðrar uppeldisstofnanir sem hafa með börn að gera, lögreglu og  í raun alla íbúa. Þess vegna er mikilvægt að barnaverndarnefnd, sem og starfsmenn hennar, séu í góðri samvinnu við íbúa og þá aðila sem vinna með börnum og þessir aðilar séu meðvitaðir um tilkynningarskyldu.

Samþykktir

Samþykkt á 16.fundi barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala 22. júní 2011.

Samþykkt á fundi sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar 6. júlí 2011

Samþykkt á fundi byggðaráðs Borgarfjarðar 7. júlí.

Samþykkt á fundi sveitastjórnar Dalabyggðar 10. ágúst 2011.

 

Framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar 2010-2014

PDF skjal