Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Rúlluplasti er safnað hjá bændum á um þriggja mánuða fresti. Söfnunardagar rúlluplasts árið 2017 eru 23.-26. janúar, 24.-26. apríl, 10.-14. júlí og 6.-9. nóvember.
Söfnun er lögbýliseigendum að kostnaðarlausu, en sækja þarf um það til sveitarfélagsins fyrir 20. janúar. Þeir sem þegar eru skráðir þurfa ekki að skrá sig aftur, nema breyta eigi skráningu. Upplýsingar um skráningu og breytingar þar þá óska eftir á netfangið vidar@dalir.is.
Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Frágangur á plastinu hjá bændum getur verið í stórsekk (t.d. undan áburði) eða pressað og bundið saman þannig að gott sé að koma því á bíl (litla bagga) eða í þar til gerðum gámum eða á annan snyrtilegan hátt. Baggaböndin skal setja sér í glæra plastpoka.
Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins.Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts. skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og skv. reglugerð nr. 737/2003.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei