Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Ungmennaráð, fundur nr. 1

Dags. 6.6.2012

F U N D A R G E R Ð
1. fundar ungmennaráðs Dalabyggðar sem var haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, miðvikudaginn 6. júní 2012 og hófst kl. 17.00.

 

Fundinn sátu:
Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson, Angantýr Ernir Guðmundsson og Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir.  Sæþór Sindri Kristinsson og Bragi Gíslason eru forfallaðir.


Einnig sátu fundinn Elísabet Svansdóttir formaður fræðslunefndar, Ingveldur Guðmundsdóttir oddviti og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Sveinn sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

 

1. Fundarsetning. 
Ingveldur oddviti setti fund, bauð fundarmenn velkomna og lýsti yfir að sveitarstjórn hafi væntingar til að starf ráðsins verði farsælt. 

 

2. Kosning formanns, varaformanns og ritara. 
Fulltrúar voru sammála um að Elín Margrét, Sigurður Bjarni og Angantýr verði aðalmenn í ráðinu og Sæþór Sindri, Gunnlaug Birta og Bragi varamenn.   Gert er ráð fyrir að varamenn sitji að jafnaði fundi ásamt aðalmönnum.

 
Samþykkt að Elín Margrét verði formaður, Sigurður Bjarni varaformaður og
Gunnlaug Birta ritari.

 

3. Erindisbréf ungmennaráðs. 
Elísabet dreifði erindisbréfi og tengdum gögnum og skýrði erindisbréfið. 

 

Sveitarstjóri afhenti formanni samþykkta stefnu Dalabyggðar í íþrótta- og tómstundamálum ásamt skýrslu.


Í erindisbréfi kemur m.a. fram að gert sé ráð fyrir að ráðið fundi a.m.k. tvisvar á ári, þar af einu sinni með sveitarstjórn. 

 

Samþykkt að ráðið fundi fyrir lok sumars og stefni að því að hitta sveitarstjórn á haustmánuðum.

 

4. Uppbygging stjórnsýslunnar. 
Sveinn skýrði í grófum dráttum uppbyggingu stjórnsýslu Dalabyggðar og minnti á að ráðinu ber að hafa Samþykkt um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar til hliðsjónar í starfi sínu. 

 

Fundarboð skal senda fulltrúum með a.m.k. 2 daga fyrirvara og formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri skulu fá afrit. 

 

Halda skal utan um fundargerðir og senda sveitarstjóra afrit.

 

5. Önnur mál. 
Ýmis mál voru viðruð svo sem hugmyndabanki ungmennaráðs, íþróttaaðstaða og skipulag íþróttaæfinga. 

 

Stefnt að því að gera Facebook-síðu og stofna gmail-aðgang.


Rætt um framhaldsdeild til 18 ára aldurs og eru viðhorf allmennt jákvæð.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl: 17:55Til baka