Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 177

Dags. 15.8.2019

Hljóðupptaka fundarins:

 

177. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. ágúst 2019 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ragnheiður Pálsdóttir, Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Sigríður Huld Skúladóttir, Einar Jón Geirsson, Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Kristján Sturluson, Anna Berglind Halldórsdóttir og Magnína G Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði:  Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri

 

Lagt til að tveimur málum verði bætt á dagskrá fundarins:
1905005F - Fundargerð byggðarráðs - 226 (frá 27. júní 2019)
1901043 - Skólaakstur 2019-2022

 
Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð - 1806010

Umræða um dagskrárlið númer: 1806010 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð frá sveitarstjórnarfundi nr.176 sem haldin var 13.06.2019.

Tók til máls Einar Jón.

 

Einar Jón lagði fram eftirfarandi bókun.
Í annað sinn hefur það nú verið staðfest að í sveitarstjórn Dalabyggðar er virkur fimm manna meirihluti við völd. Að undanskilja tvo sveitarstjórnarfulltrúa frá ábyrgðarstörfum annað árið í röð er þvert á vilja kjósenda og alls ekki tilgangur með persónukjöri við val á sveitarstjórnarfulltrúum. Undirritaður lýsir vonbrigðum með þessi vinnubrögð sem munu stuðla að ójafnvægi og hugsanlega meiri átökum innan sveitarsjtórnar en þörf þykir. Framundan eru stór framfaramál fyrir alla íbúa Dalabyggðar og nauðsynlegt að hér sé sterk og samheldin sveitarstjórn við völd með öflugan leiðtoga sem stuðlar að samvinnu og samtali. Flestum ætti nú að vera orðið ljóst að það á ekki við um þessar mundir.

 

2. Kosning varaformanns byggðarráðs - 1806010

Tók til máls Skúli.

 
Stungið upp á Sigríði Skúladóttir sem varaformanni í byggðarráði.

 
Samþykkt með sex atkvæðum (EIB,RP,SHS,ÞJS,ABH,SHG).
Einn sat hjá.(EJG).

 

3. Dagsetningar funda veturinn 2019-2020 - 1908005

Drög að tímasetningum funda ágúst 2019 til júní 2020 lögð fram.


Tímasetning funda lögð fram til kynningar.


Tóku til máls: Ragnheiður, Einar Jón.

 

4. Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki II - 1905024

Úr fundargerð 229. fundar byggðarráðs 08.08.2019, dagskrárliður 1:
1905024 - Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki II
Tillaga að viðauka II við fjárhagsáætlun lögð fram.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að viðauki II við fjárhagsáætlun verði samþykktur.
Samþykkt samhljóða.

 

Tók til máls: Kristján.
Það sem bætist við í viðauka vegna rekstrar er:
Snjómokstur, 1.500.000. (Einungis 170 þús. eftir af fjárhagsáætlun.
Styrkvegir, 2.000.000 (aukið framlag kemur á móti).
Greiðsla vegna úreldingar bíla 2.100.000 (söluhagnaður eignar kemur á móti)
Lækkun útsvarstekna 5.500.000
Aukinn rekstrarkostnaður sundlaugar í Búðardal 1.000.000
Endurskoðun 1.000.000
Lögfræðikostnaður 500.000
Breytingar á skrifstofu 600.000, leigutekjur koma á móti.

 

Auknar tekjur eða lækkun útgjalda:
Hækkun framlags vegna styrkvega 2.000.000 (framlagið var 2.000.000 í áætlun en verður 4.000.000)
Lækkun framlags til sjálfboðaverkefna 900.000
Söluhagnaður af Vesturbraut 20 2.600.000
Viðhald á Laugum sem var tvítekið 2.000.000
Framlög til Eiríksstaða 2.500.000
Upplýsingaefni 1.500.000
Þjónustusamningur v. tjaldsvæðis 1.500.000
Húsaleigutekjur stjórnsýsluhús 800.000
Lægri húsaleiga v. félagsstarfs 400.000

 

Fjárfestingar:
Dalaveitur, hækkun um 5.000.000 vegna minjaverndar, lántaka þarf að koma á móti.

 

Tillaga að viðauka II við fjárhagsáætlun 2019. Samþykkt samhljóða.

 

5. Stefnumótun eftir niðurstöðum íbúaþings 2019. - 1807002

Úr fundargerð 229. fundar byggðarráðs 08.08.2019, dagskrárliður 3:
1807002 - Niðurstöður íbúaþings
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að haldinn verði vinnufundur þar sem gengið yrði frá lokaskjali.
Samþykkt samhljóða.

 

Tóku til máls: Kristján.

Samþykkt samhljóða að halda vinnufund þar sem gengið yrði frá lokaskjali um niðurstöður íbúaþings.

 

6. Ósk um breytingu á 3 lóðum úr landi Sælingsdals - 137739 - 1906021

Úr fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.08.2019, dagskrárliður 6:
Ósk um breytingu á 3 lóðum ú landi Sælingsdals - 137739 - 1906021
Ríkiseignir óskar eftir breytingum á þremur lóðum úr landi Sælingsdal, lnr. 137739, í Dalabyggð. Um er að ræða hnitsetningu lóðanna, breyttar stærðir og breytt nöfn lóðanna til aðgreiningar.

 
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

Samþykkt samhljóða.

 

7. Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu - 1908001

Úr fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.08.2019, dagskrárliður 1:
Val á verktaka vegna aðalskipulagsvinnu - 1908001
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna við gerð aðalskipulags verði boðin út með örútboði innan rammasamnings Ríkiskaupa.
Samþykkt samhljóða.

 

Tók til máls: Kristján.

Vinna við gerð aðalskipulags verði boðin út með örútboði innan rammasamnings Ríkiskaupa.

Samþykkt samhljóða.

 

8. Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar. - 1809019

Kosning fulltrúa í undirbúningsstjórn húsnæðissjálfseignarstofnunar.

Tók til máls: Skúli.

Tillaga Skúla um að kjósa undirbúningsstjórn til stofnunar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

 
Skúli kom með tillögu að aðilum í undirbúningsstjórn: Einar Jón, Eyjólf, Ragnheiði, Skúla, Þuríður.
Samþykkt samhljóða.

 

9. Byggðarráð Dalabyggðar - 226 - 1905005F

Tók til máls: Einar Jón.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

10. Byggðarráð Dalabyggðar - 227 - 1907001F

Tók til máls: Einar Jón, Skúli,


Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

11. Byggðarráð Dalabyggðar - 228 - 1907002F

Tóku til máls: Einar Jón, Kristján, Ragnheiður.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

12. Byggðarráð Dalabyggðar - 229 - 1907004F

Tók til máls: Einar Jón.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

13. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 25 - 1907003F

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

14. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 95 - 1906005F

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

15. Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2019 - 1902027

 

Fundargerð stjórnar Dalaveitna ehf. frá 8. ágúst 2019 lögð fram.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

16. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2019 - 1907005

Tilkynning landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2019 sem haldinn verður 4. og 5. september lögð fram.

 

Tók til máls: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

 

17. Stefna í úrgangsmálum - 1907008

Úr fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.08.2019, dagskrárliður 4:
Stefna í úrgangsmálum - 1907008

 
Nefndin bendir á að tímaáætlun framkvæmdar er fremur knöpp.

Lagt fram til kynningar.

 

18. Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima - 1902037

Úr fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.08.2019, dagskrárliður 2:
Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Sólheima - 1902037
Lagt fram til kynningar.

 

Umræða um dagskrárliði 18 og 19 tekin sameiginlega.


Tók til máls: Ragnheiður.

Lagt fram til kynningar.

 

19. Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða - 1811005

Úr fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.08.2019, dagskrárliður 3:


Iðnaðarsvæði fyrir vindlund á jörð Hróðnýjarstaða - 1811005
Lagt fram til kynningar.

 

 

20. Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum - 1906013

Úr fundargerð 95. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9.08.2019, dagskrárliður 10:
Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum - 1906013


Nefndin fagnar bréfi Skógaræktarinnar og óskar eftir að fá að sitja komandi fund.

Lagt fram til kynningar.

 

21. Skýrsla frá sveitarstjóra. - 1901014

Minnisblað lagt fram.

Tók til máls: Kristján.

 

22. Skólaakstur 2019 - 2022 - 1901043

Ferill útboðs ræddur. Mál fært í trúnaðarbók.
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri Auðarskóla sat fundinn undir dagskrárlið 22.

 

 


Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

Næsti fundur sveitarstjórnar er 12.09.2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

 


 Til baka