Byggðarráð, fundur nr. 201
Dags. 10.4.2018
201. fundur byggðarráðs haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. apríl 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Jóhannes Haukur Hauksson oddviti sat fundinn við umfjöllun um húsnæðismál og framkvæmdir.
Dagskrá:
1. Húsnæðismál - 1709024
Á fundinn mæta Jónína Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sif Kjartansdóttir, Inga Þorkelsdóttir og Þuríður Bæringsdóttir, leigjendur hjá Almenna leigufélaginu í Búðardal. Þær óska aðstoðar sveitarfélagsins varðandi samskipti við fulltrúa leigufélagsins.
Gestir víkja af fundi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og eftir atvikum hafa samband við fulltrúa leigufélagsins.
2. Framkvæmdir 2018 - 1801002
Kristján Ingi umsjónarmaður framkvæmda mætir á fundinn og fer yfir undirbúning og stöðu framkvæmda.
Opnuð hafa verið tilboð í lagningu ljósleiðara, lægstbjóðandi í alla þrjá verkhlutana var Lás ehf. Verið er að afla tilboða í glugga fyrir Auðarskóla og Kristján Ingi og Sveinn sveitarstjóri hafa átt fundi með arkitektum vegna íþróttamiðstöðvar.
Kristján víkur af fundi.
3. Vinnuskóli 2018 - 1804012
Gert er ráð fyrir að vinnuskóli Dalabyggðar verði starfræktur frá 11. júní til 31. júlí.
Byggðarráð samþykkir að launataxtar vinnuskóla hækki um 2,6% frá fyrra ári og að Sigríður Jónsdóttir verði ráðin verkstjóri vinnuskóla eins og á fyrra ári.
Einnig að Sigríður hefji störf í byrjun maí og vinni út september mánuð.
4. Styrkbeiðni v/Verðlaunahátíðar barnanna - 1803023
Hið nýstofnaða félag, Sögur - samtök um barnamenningu býður sveitarfélögum þátttöku í Verðlaunahátíð barna sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem hefur verið í gangi í vetur.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið en samþykkir að taka ekki þátt í hátíðinni.
5. Erindi vegna Árbliks - 1803025
Aðalfundur kvenfélagsins Fjólu haldinn á Fellsenda 27.febrúar skorar á Dalabyggð að gera ákveðnar úrbætur í Árbliki.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið.
6. Tjaldsvæðið Búðardal - 1804010
Á 158. fundi sveitarstjórnar var ferðamálafulltrúa falið að bjóða út rekstur tjaldsvæðis í Búðardal.
Tveir aðilar sóttu um að taka að sér reksturinn.
Eyþór víkur af fundi.
Vísað til sveitarstjórnar.
Eyþór kemur inn á fundinn.
7. Frumvörp til umsagnar - 1803006
Alþingi sendir eftirfarandi til umsagnar:
- Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál.
- Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.
- Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál.
Til kynningar.
8. Afskriftarbeiðnir - 1804007
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir að felldar verði niður skuldir tveggja aðila vegna álagðra gjalda áranna 2011 og 2012. Höfuðstóll krafna er kr. 2.264.820,-.
Byggðarráð samþykkir erindið.
9. Húsaleigusamningur Skuld - 1301018
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram sáttatillögu í málinu.
10. Laugargerðisskóli - eignarhlutur - 1312011
Lögð fram drög að afsali þar sem gert er ráð fyrir að Dalabyggð, ásamt Borgarbyggð og Snæfellsbæ selji Eyja- og Miklaholtshreppi eignahlut í Laugagerðisskóla.
Vísað til sveitarstjórnar.
11. Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 1 - 1804002
Lögð fram drög að viðauka 1 við fjárhagsáætlun árins.
Gert er ráð fyrir útgjaldaauka 6 millj. kr:
3.000.000,- v/ uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú (2202)
2.000.000,- þróunarverkefni v/Eiríksstaða (0565)
1.000.000,- hugbúnaðarleyfi o.fl. fyrir Auðarskóla (04211)
Gert ráð fyrir að tekur ársins verði hærri en en upphafsáætlun sem þessu nemur:
6.000.000,- útgjaldajöfnunarframlag (0010).
Vísað til sveitarstjórnar.
12. Héraðsbókasafn - 1708010
Sveitarstjóra falið að boða umsækjendur í viðtöl.
Fjórar umsóknir bárust en ein var dregin til baka. Sveitarstjóri og formaður menningar- og ferðamálanefnar hafa tekið viðtöl við umsækjendur.
Byggðarráð samþykkir að ráða Sigríði Jónsdóttur í starfið en hún hefur gegnt starfinu undanfarna mánuði.
13. Sala á Laugum og Sælingsdalstungu - 1802027
Dalabyggð hefur borist svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kvörtunar Bjarna Ásgeirssonar til ráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar sölu Dalabyggðar á jörðunum Laugum og Sælingsdalstungu.
Í niðurlagi bréfs ráðuneytisins segir:
"Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan er það niðurstaða ráðuneytisins að fram komnar upplýsingar gefi ekki tilefni til frekari skoðunar á stjórnsýslu Dalabyggðar á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga í tengslum við undirbúning á sölu framangreindra fasteigna. Er málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins."
Byggðarráð fagnar niðurstöðu ráðuneytisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40
Til baka