Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Umhverfis-og skipulagsnefnd, fundur nr. 79

Dags. 15.2.2018

79. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. febrúar 2018 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Hörður Hjartarson formaður, Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður, Halla S. Steinólfsdóttir aðalmaður, Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður, Kristján Ingi Arnarson og Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Valdís Gunnarsdóttir

 

Dagskrá:

 

1.  Laugar- stofnun frístundalóða 1-6, 9-14 og 16 - 1802008

Dalabyggð og Bergljót S Kristjánsdóttir, eigendur jarðarinnar Lauga, sækja um stofnun og landskipti frístundarlóða nr. 1-6, 9-14 og 16 sbr. samþykkt deiliskipulag frá 2016 og lóðarblaði frá Steinsholti dags. 11.10.2016 (breytt 13.02.2018).

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðanna og landskiptin, með fyrirvara um undirskrift beggja landeigenda. (EIB situr hjá)
 


2.  Laugar- stækkun frístundalóðar nr. 8 - 1802009

Dalabyggð og Bergljót S Kristjánsdóttir, eigendur jarðarinnar Lauga, sækja um stækkun frístundarlóðar nr. 8 sbr. samþykkt deiliskipulag frá 2016.
Einnig er sótt um landskipti fyrir stækkaða lóð.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar og landskipti lóðar eftir stækkun. (EIB situr hjá)
 


3.  Laugar- landskipti frístundalóða nr. 7 og 15 - 1802006 (Ath)

Dalabyggð og Bergljót S Kristjánsdóttir, eigendur jarðarinnar Lauga, sækja um landskipti frístundarlóða nr. 7 (L.199558) og 15 (L.137728) sbr. samþykkt deiliskipulag frá 2016.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir landskiptin, með fyrirvara um undirskrift beggja landeigenda. (EIB situr hjá)
 


4.  Sælingsdalstunga - stækkun lóðar um vatnsból - 1802007

Dalabyggð, eigandi Sælingsdalstungu, sækir um stofnun á 25 ha stækkun á lóð (L.192202) um vatnsból á Svínadal úr jörðinni Sælingsdalstungu (L.137737), sjá lóðarblað dags. 09.02.2018.


Fyrir er lóðin 5 ha og verður því alls 30 ha. Hún er öll í hlíð austan þjóðvegar beggja megin og ofan við brunn vatnsbóls.


Eigandi jarðar sækir einnig um landskipti stækkaðrar lóðar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og landskipti, með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar. (EIB situr hjá)

 

Kristján Ingi víkur af fundi


 

5.  Breyting á deiliskipulagi Ólafsdals - 1802010

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals að frumkvæði Minjaverndar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breytingu skv. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
 


6.  Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016, breyting - 1708016

Fyrir liggja tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en gerir eftirfarandi athugasemdir við tillögur er varða íbúðarsvæði í Búðardal:


- Felldur verði út reitur sem er merktur Efstihvammur á skipulagstillögunni.
- Skipulagi við Bakkahvamm verði skipt í tvo úthlutunaráfanga.
 


7.  Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði - 1802012

Skipulags- og matslýsing að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 var auglýst í byrjun desember 2017. Fjallað var um 7 atriði þar á meðal vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða og stækkun byggðalínu. Skipulags- og matslýsing var einnig kynnt á íbúafundi 31. janúar 2018.


Borist hafa umsagnir og athugasemdir frá nokkrum aðilum þar á meðal Landvernd, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og lögfræðistofunni Lögskil f.h. eigendar jarða í nágenni Hróðnýjarstaða.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að áður en ákvörðun verði tekin um framhald breytinga á gildandi aðalskipulagi varðandi nýtingu vindorku og stækkun byggðalínu, verði mótuð stefna um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu.

 

Verkefnið verði tengt heildarendurskoðun aðalskipulags sem sveitarstjórn áformar að hefja á árinu og óskað verði stuðnings Skipulagsstofnunar/Skipulagssjóðs vegna þessa.

 

Breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarlóðar (gagnavers) verði einnig frestað þar til ofangreind stefna hefur verið mótuð.
 


8.  Svæðisskipulags - 1510002

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir athugasemd við gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjóri og fulltrúar Dalabyggðar í svæðisskipulagsnefnd sjái til þess að tekið verði skýrt fram í svæðisskipulaginu, að kort sem þar koma fram verði ekki bindandi á neinn hátt fyrir aðalskipulagsgerð sveitarfélaganna.
 


9.  Deiliskipulag við Borgarbraut - 1802017

Lagt fram til kynningar.
 


10.  Deiliskipulag Hvammar - 1802018

Lagt fram til kynningar.
 


11.  Samantekt umræðna 2017 - 1801014

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að birta samanteknina á vef Dalabyggðar.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15

 

 

(ATH) Málsheiti fundarliðar nr. 3 hefur verið breytt. Var áður "Laugar- stofnun frístundalóðar nr. 16".

 


 Til baka