Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 111

Dags. 10.7.2012

111. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 10. júlí 2012 og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu Jóhannes Haukur Hauksson formaður, Guðrún Jóhannsdóttir varaformaður, Ingveldur Guðmundsdóttir ritari og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri.

Dagskrá

1.

1204019 - Framkvæmdir 2012

Opnuð hafa verið tilboð í eftirfarandi verk:
1. Lóð Auðarskóla.
Eitt tilboð barst frá Jóhanni Á Guðlaugssyni ehf. og hljóðaði upp á kr. 9.861.700 eða 107% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur byggingarfulltrúa / sveitarstjóra að ganga frá verksamningi.

2. Dalabúð.
Fjögur tilboð bárust. Lægsta tilboð var frá Árbrún ehf og hljóðaði upp á kr. 17.082.020,- eða 92% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Árbrúnar ehf og felur byggingarfulltrúa / sveitarstjóra að ganga frá verksamningi.

3. Laugar.
Eitt tilboð barst frá Árbrún ehf og hljóðaði upp á kr. 3.480.300,- eða 113% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur byggingarfulltrúa / sveitarstjóra að ganga frá verksamningi.

Sundlaug við Dalabúð.
Byggðarráð samþykkir að stefna að því að endurgera sundlaugina við Dalabúð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa / sveitarstjóra að hefja undirbúning framkvæmda.

Viðbygging við leikskólann.
Byggðarráð samþykkir að stefna að því að byggja við leikskólann u.þ.b. 54 m2 í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Byggingarfulltrúa falið að bjóða út verkið.

Auðarskóli - smíðastofa.
Byggðarráð felur byggingarfulltrúa að bjóða úr efndurbætur á smíðastofu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Umferðarmerki Búðardal.
Byggðarráð samþykkir að sett verði upp umferðarmerki sem sýni hámarkshraða á íbúðagötum í Búðardal skv. fyrirliggjandi tillögu. Kostnaður u.þ.b 500 þ.kr.

Byggðarráð samþykkir að fara þess á leit við Framkvæmdasýslu ríkisins að fyrirhuguðum endurbótum á stjórnsýsluhúsi verði frestað til ársins 2013.

 

2.

1206027 - Brunakerfi í Auðarskóla, grunnskóladeild

Opnuð hafa verið tilboð í uppsetningu brunaviðvörunarkerfis í grunnskólann. Tvö tilboð bárust. Lægsta tilboð var frá Jóni Steinari Eyjólfssyni kr. 918.053,- sem er 60% af kostnaðaráætlun.

Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda.

 

3.

1206031 - Skógskot

Sveitarstjórn samþykkti á fundi 28. júní sl. heimild til að fella úr gildi afsal varðandi sölu jarðarinnar Skógskots.
Að höfðu samráði við lögfræðinga og banka telur byggðarráð vafasamt að hagkvæmt sé fyrir Dalabyggð að nýta heimildina og felur sveitarstjóra að tilkynna eiganda jarðarinnar að Dalabyggð muni ekki nýta hana að svo komnu máli.

 

4.

1203025 - Silfurtún-starfsmannamál 2012

Á fyrri fundi var ákeðið að ræða nánar við tvo umsækjendur um stöðu hjúkrunarforstjóra. Umsækjendur hafa sett fram kröfur sem illa samræmast yfirstandandi hagræðingaraðgerðum.
Lögð fram tillaga um að fresta því að ráða hjúkrunarforstjóra um 12 mánuði og leita samninga við núverandi stjórnendur um að sinna starfinu þann tíma.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita samninga við núverandi stjórnendur til 12 mánaða þannig að hjúkrunarfræðingur verði ráðinn í 70% stöðu deildarstjóra og starfshlutfall rekstarstjóra verði 30%.

 

5.

1206021 - Beiðni um fjárstuðning 2012

Erindinu hafnað.

 

6.

1207008 - Jafnvægisþraut

Skátafélagið Stígandi óskar eftir að fá að setja upp jafnvægisþraut í Búðardal sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.
Byggðarráð þakkar skátafélaginu framtakið og heimilar, að höfðu samráði við byggingarfulltrúa, að þrautinni verði komið upp í nágrenni við strandblakvöll.

 

7.

1207003 - Fasteignamat 2013

Samkvæmt bréfi Þjóðskrár Íslands dags. 2. júlí 2012 hækkar fasteignamat í Dalabyggð fyrir árið 2013 um 4,0% og landmat um 3,2%. Fasteignamat á Vesturlandi hækkar að meðaltali um 4,3% og á landinu öllu um 7,4%. Gefinn er frestur til til 1. ágúst nk. til athugasemda.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við matið.

 

8.

1206024 - Alþingi - Breyting á áherslum við fjárlagagerð

Með bréfi dags. 18. júní 2012 tilkynnir Fjárlaganefnd Alþingis um breyttar áherslur við fjárlagagerð og óskar eftir viðbrögðum sveitarfélaga við þessum áherslum fyrir 1. ágúst nk.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við breyttar áherlsur fjárlaganefndar.

 

9.

1207001 - Nýr urðunarstaður - starfsleyfi

Bréf sveitarstjóra til Umhverfisráðuneytis lagt fram til kynningar en með því er óskað eftir leyfi til að nota núverandi grófurðunarstað við Búðardal til ársloka meðan unnið er að undirbúningi nýs urðunarstaðar.

 

10.

1206025 - Reglubundin skoðun á sundlauginni á Laugum 2012

Skýrsla Vinnueftirlitsins lögð fram til kynningar. Verkstjóri vinnur að úrbótum í samræmi við athugasemdir sem fram koma í skýrslunni.

 

 

Byggðarráð þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd bæjarhátíðarinnar Heim í Búðardal sem fram fór um síðustu helgi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15Til baka