Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Sveitarstjórn, fundur nr. 88

Dags. 12.6.2012

Hljóðupptaka fundarins

 

88. fundur sveitarstjórnar
haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 12. júní 2012
og hófst hann kl. 18:00


Fundinn sátu:
Ingveldur Guðmundsdóttir oddviti, Halla S. Steinólfsdóttir varaoddviti, Eyþór Jón Gíslason aðalmaður, Guðrún Þóra Ingþórsdóttir aðalmaður, Guðrún Jóhannsdóttir aðalmaður, Jóhannes Haukur Hauksson aðalmaður, Þorsteinn Jónsson varamaður og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri.

 

Oddviti leggur til að á dagskrá verði bætt umfjöllun um sjálfboðaliðaverkefni undir fundargerð 109. fundar byggðarráðs.

 

Samþykkt í einu hljóði.


Dagskrá:

 

1.  1206011 - Kjör oddvita og varaoddvita
Ingveldur leggur til að Eyþór J. Gíslason verði kjörinn oddviti til eins árs.
Samþykkt með 6 atkvæðum.  Þorsteinn situr hjá.
Eyþór tekur við stjórn fundarins.
 
Eyþór leggur til að Halla Steinólfsdóttir verði kjörinn varaoddviti til eins árs.
 
Samþykkt með 6 atkvæðum.  Þorsteinn situr hjá.
 
2.  1206012 - Skipun í nefndir og ráð
Til máls tóku: Guðrún Ingþórsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir.


Tillögur að skipan nefnda.
Byggðarráð, aðalmenn til eins árs:
Jóhannes H. Hauksson Ingveldur Guðmundsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir.


Samþykkt með 6 atkvæðum.  Þorsteinn situr hjá.
 
Byggðarráð, varamenn til eins árs:
Guðrún Þ. Ingþórsdóttir, Halla Steinólfsdóttir og Daði Einarsson.


Samþykkt með 6 atkvæðum.  Þorsteinn situr hjá.
 
Elísabet Svansdóttir hefur beðist lausnar frá setu sem varamaður í kjörstjórn.
Lagt til að Valdís Einarsdóttir taki sæti sem varamaður í kjörstjórn í stað Elísabetar.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 
Samkvæmt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Dalabyggðar nr. 986/2009 er kveðið á um að kjósa skuli fulltrúa í félagsmálanefnd, fræðslunefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd og menningar- og ferðamálanefnd til eins árs.
 
Lagt til að Sigrún Hanna Sigurðardóttir verði aðalfulltrúi í fræðslunefnd og Guðmundur Líndal komi inn sem 5. varamaður.  Að öðru leyti verði allir aðal- og varamenn ofangreindra nefnda endurskipaðir.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 
Lagt til að endurskipað verði í fjallskilanefnd Laxárdals og þar sitji Harald Ó. Haralds, Ársæll Þórðarson og Jónína Magnúsdóttir.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum.  Guðrún Jóhannsdóttir situr hjá.
 
Lagt til að Guðrún Þ. Ingþórsdóttir og Ingveldur Guðmundsdóttir verði aðalfulltrúar í stjórn Ungmenna og tómstundabúða og Eyþór J. Gíslason og Guðrún Jóhannsdóttir varafulltrúar.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 
3.  1205037 - Jarðvangur Ljósufjalla
Með bréfi dags. 11. apríl 2012 hvetur oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps til að sveitarfélögin á Vesturlandi vinni í sameiningu að því að undirbúa stofnun Jarðvangs Ljósufjalla og skipi undirbúningsnefnd eða vinnuhóp til að kanna hugmyndina, kostnað við hana og til að starfa frekar að verkefninu.
 
Lagt til að Sveinn Pálsson verði fulltrúi Dalabyggðar í undirbúningshópnum.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 
4.  1206001 - Breiðafjarðarnefnd - tilnefning fulltrúa
Til máls tók Ingveldur.
Með bréfi dags. 24. maí 2012 óskar Umhverfisráðuneytið eftir að Héraðsnefnd Dalasýslu (Dalabyggð) tilnefni einn fulltrúa til setu í Breiðafjarðarnefnd og annan til vara.
 
Lagt til að Sigurður Þórólfsson verði aðalfulltrúi og Halla Steinólfsdóttir til vara.
 
Samþykkt í einu hljóði.
   
5.  1206008 - Aflið - Styrkbeiðni
Aflið, systursamtök Stígamóta á Norðurlandi sækir um styrk til reksturs árið 2012.
 
Lagt til að erindinu sé hafnað.
 
Samþykkt með 6 atkvæðum. Halla situr hjá. 
 
6.  1205042 - Samvera fjölskyldunnar
Saman-hópurinn hvetur til samveru fjölskyldunnar í sumar og býður fram ráðgjöf og ábendingar út frá sjónarhorni forvarna varðandi skipulag bæjarhátíða o.fl.

 

Samþykkt að vísa erindinu til menningar-og ferðamálanefndar.
   
7.  1205051 - Umsókn um rekstrarleyfi - umsögn
Sýslumaðurinn í Búðardal óskar umsagnar sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað að Svarfhóli í Miðdölum.
 
Lagt til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að leyfi verði veitt.
 
Samþykkt í einu hljóði.
   
8.  1204002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 108
Á fundinum var m.a. samþykkt að fara í framkvæmdir við dýpkun Búðardalshafnar með þátttöku Siglingastofnunnar.
 
Lagt til að fundargerðin verði samþykkt
 
Samþykkt samhljóða.
   
9.  1206001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 48
Á fundinum voru m.a. skóladagatöl grunn og leikskóla fyrir næsta skólaár staðfest, fjallað um starfsmannamál, framkvæmdir og plássleysi á leikskóla.  Tillögur komu fram varðandi framkvæmdir og húsnæðismál leikskóla.
 
Fjallað er sérstaklega um nokkra liði fundargerðarinnar hér að neðan en fundargerðin að öðru leyti samþykkt í einu hljóði.
 
9.1. 1204019 - Framkvæmdir 2012
Á fundi fræðslunefndar var lögð fram gróf kostnaðaráætlun varðandi endurgerð gömlu sundlaugarinnar við Dalabúð.  Nefndin leggur til að unnin verði kostnaðaráætlun að endurgerð sundlaugarinnar þannig að hefja megi sundkennslu í Búðardal sem allra fyrst.


Lagt til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 

9.2. 1204017 - Leikskóli - fjöldi barna
Á fundi fræðslunefndar lagði Eyjólfur skólastjóri fram skýrslu sína varðandi leiðir til að fjölga plássum á leikskólanum.  Nefndin hvatti til þess að fundnar verði leiðir til að eyða biðlista við leikskólann sem allra fyrst.
 
Lagðar voru fram hugmyndir að stækkun hússins um 30 m2.
Lagt til að byggðarráði verði falið að láta gera kostnaðaráætlun í samræmi við þessar hugmyndir og að skólastjóra verði heimilað að ráða starfsmann í 87,5% starf á leikskólann.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 
10.  1204004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 109
Á fundinum var samþykkt að bjóða út framkvæmdir við Dalabúð og grunnskóla og orðið við erindi gönguhóps eldri borgara um kaup á borðum og bekkjum.
 
Rætt var sérstaklega um 3 liði í fundargerðinni en lagt til að hún verði að öðru leyti samþykkt.
 
Samþykkt í einu hljóði. 
 
10.1. 1204019 - Framkvæmdir 2012
Lögð fram tillaga að bókun sem komi í stað samsvarandi bókunar á 87. fundi sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 45.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdaáætlun ársins 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Sveini Pálssyni kt. 101261-2209, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
 
Samþykkt í einu hljóði.
 
10.2. 1203041 - Leifsbúð 2012
Byggðarráð vísaði afgreiðslu samnings við Ópíu ehf um rekstur Leifsbúðar árið 2012 til sveitarstjórnar.
 
Lagt til að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur.
 
Sveitarstjórn samþykkir samninginn í einu hljóði.
 
10.3. 1205013 - Sjálfboðavinnuverkefni 2012
Til máls tekur Guðrún Þóra.
Svavar Garðarsson gerir athugasemdir við afgreiðslu byggðarráðs á umsókn um verkefni við Leifsbúð.
 
Lagt er til að erindi Svavars verði samþykkt en jafnframt stefnt að því að breyta skipulagi svæðisins þannig að það verði opið svæði en ekki byggingarlóð.  Þessi breyting verði gerð samhliða næstu breytingu á aðalskipulagi.
 
Samþykkt í einu hljóði. 
 
11.  1206010 - Ungmennaráð Dalabyggðar - 1
Til máls tók Sveinn.
Fundargerð stofnfundar Ungmennaráðs Dalabyggðar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn fagnar því að ungmennaráð hafi verið stofnað og vonast eftir góðu samstarfi.
   
12.  1205035 - SSV stjórnarfundur 11.5.2012
Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
13.  1205045 - Menningarráð - Fundargerð aðalfundar 2012
Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
14.  1205046 - Menningarráð - Fundargerð 64. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
15.  1205048 - Menningarráð - Fundargerð 65. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
16.  1205047 - Menningarráð - Fundargerð 66. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
17.  1205055 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 797. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
   
18.  1205040 - Þjónusta við fatlaða - Ársskýrsla 2011
Lögð fram til kynningar.
   
19.  1205053 - Dagur íslenskrar náttúru 16.9.2012
Með bréfi dags. 30. maí er minnt á að Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í annað sinn 16. september n.k. en dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar.
 
Lagt fram til kynningar.
   

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt í einu hljóði.

Gert er ráð fyrir að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði 21. ágúst nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:19Til baka