Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 48

Dags. 7.6.2012

48. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar
haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 7. júní 2012
og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Elísabet Svansdóttir formaður, Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður, Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður, Ásdís K. Melsteð aðalmaður, Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður, Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri, Arnar Eysteinsson fulltrúi foreldra og Guðrún Andrea Einarsdóttir fulltrúi starfsmanna.

 

Fundargerð ritaði:  Sigrún H Sigurðardóttir.

 

Dagskrá:

 

1.  1206005 - Skóladagatöl 2012-2013
Farið var yfir skóladagatöl fyrir grunn- og leikskóla Auðarskóla.  Grunnskólinn hefur tekið upp leiðsagnamat og er því skólaárið ekki annaskipt eins og undanfarin ár.  Skóladagatöl fyrir skólárið 2012-2013 samþykkt.


2.  1206006 - Starfsmannamál 2012-2013
Einhverjar mannabreytingar verða á næsta skólaári.  Komnar eru inn nokkrar umsóknir um þær kennarastöður sem auglýstar voru og eru þær í vinnslu hjá skólastjóra.

 
3.  1203001 - Ytra mat 2012 - úrbótaáætlun
Eyjólfur kynnir fræðslunefnd stöðu úrbóta á fyrsta fundi nefndarinnar eftir sumarfrí 6. sept.2012.


4.  1204019 - Framkvæmdir 2012
Byggðaráð, sveitastjóri og oddviti mæta á fundinn.


Sveitastjóri kynnti fræðslunefnd annarsvegar breytingar á Dalabúð, innan og utandyra og hinsvegar breytingar á skólalóð grunnskólans. 

 

Formaður fræðslunefndar lagði fram grófa kostnaðaráætlun við lagfæringar á gömlu sundlauginni við Dalabúð.  Fræðslunefnd óskar eftir, í ljósi nýrra upplýsinga, að byggðaráð geri fullnaðarkostnaðaráætlun varðandi lagfæringar á sundlauginni svo hefja megi sundkennslu í Búðardal sem allra fyrst.

 
5.  1204017 - Leikskóli - fjöldi barna
Eyjólfur kynnti áður umbeðna skýrslu sína varðandi leiðir til þess að fjölga leikskólaplássum í Auðarskóla.  Fræðslunefnd óskar eftir því að byggðaráð finni leiðir til þess að eyða biðlista inná leikskólann sem allra fyrst.

     

6.   Önnur mál.
Fyrsti fundur ungmennaráðs hefur verið haldinn.

  
Fræðslunefnd fagnar því að  ungmennaráð hafi tekið til starfa.

 

Fræðslunefnd vekur athygli á að enn er leikskólalóðin ókláruð þrátt fyrir ákvarðanir þess efnis.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35Til baka