Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 109

Dags. 7.6.2012

109. fundur byggðarráðs
haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 7. júní 2012
og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Guðrún Jóhannsdóttir aðalmaður, Jóhannes Haukur Hauksson aðalmaður, Sveinn Pálsson sveitarstjóri og Ingveldur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

 

1.  1204019 - Framkvæmdir 2012
Byggðarráð samþykkti að bjóða út eftirfarandi verk:


1. Endurbætur á Dalabúð skv. fyrirliggjandi gögnum.


2. Endurbyggingu leiksvæðis Auðarskóla ásamt uppsetningu hreystibrautar og uppsetningu fráveitu fyrir húsbýlaskolp við tjaldsvæði skv. fyrirliggjandi gögnum.  Ákvörðun um húsbílastæði frestað en komið verði upp rafmagnstenglum á grasflöt austan Auðarskóla þannig að húsbílar geti nýtt sér svæðið án frekari breytinga.
   
2.  1203041 - Leifsbúð 2012
Lögð fram drög að samningi við Opíu ehf. um rekstur Leifsbúðar og tjaldsvæðis árið 2012.


Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
   
3.  1205013 - Sjálfboðavinnuverkefni 2012
Fyrir lágu tvö erindi frá Svavari Garðarssyni.
Byggðarráð samþykkti að styrkja verkefni sem felst í að lagfæra kanta við bílaplan við Vesturbraut.  Samþykkt upphæð kr. 160.000,-


Byggðarráð hafnaði verkefni á lóð á horni Miðbrautar og Búðarbrautar þar sem um íbúðarlóð er að ræða skv. aðalskipulagi Dalabyggðar.
   
4.  1206004 - Umsókn um bætta aðstöðu göngufólks
Gönguhópur eldri borgara í Búðardal, Stormur, óskar eftir að tröppur frá enda Brekkuhvamms niður í fjöru verði lagfærðar og að keyptir verði þrír bekkir og tvö borð með áföstum bekkjum sem staðsett verði í samráði við gönguhópinn.


Byggðarráð samþykkti að fela verkstjóra Dalabyggðar að kanna ástand trappanna og gera áætlun um endurbætur.


Byggðarráð samþykkti að kaupa bekki og borð fyrir allt að kr. 400.000,-  Verkefnið verði fjármagnað úr sjálfboðavinnuverkefnasjóði enda komi fulltrúar úr gönguhópnum að staðsetningu og frágangi.
   
5.  1203025 - Silfurtún-starfsmannamál 2012
Byggðarráð hefur rætt við þrjá umsækjendur um stöðu hjúkrunarforstjóra við Silfurtún.
Samþykkt að bjóða tveimur umsækjendum til frekari viðræðna.
   
6.  1206007 - Sumarstörf fyrir námsmenn 2012
Byggðarráð samþykkti að sveitarstjóri ráði tvo námsmenn til sumarvinnu skv. sumarátaki Vinnumálastofnunnar.  Annar námsmaðurinn vinni að umhverfismálum með ráðningartíma allt að 3 mánuðum.  Hinn námsmaðurinn vinni að rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu Eyðibýli á Íslandi í samvinnu við Eyðibýli - áhugamannafélag.  Ráðningartími allt að 2 mánuðum og Dalabyggð stendur fyrir viðbótarkostnaði allt að kr. 100.000,-.
   

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30Til baka