Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 108

Dags. 31.5.2012

108. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 31. maí 2012 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Guðrún Jóhannsdóttir aðalmaður, Jóhannes Haukur Hauksson aðalmaður og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson, sveitarstjóri

 

Dagskrá:

1.  1204019 - Framkvæmdir 2012
Á fundinn er mættur Bogi Kristinsson skipulags- og byggingarfulltrúi og kynnir tillögur að endurbótum á Dalabúð, lóð grunnskóla og lagfæringum að Laugum.  Tillögurnar eru í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa útboð framkvæmdanna.  Endanleg ákörðun um framkvæmd verður tekin að lokinni umræðu í skólaráði og fræðslunefnd.
 
   
2.  1204004 - Leið ehf. - Skilti fyrir þá sem óska eftir / bjóða bílfar.
Vísað til umhverfisnefndar.
   
3.  1112005 - Búðardalshöfn - dýpkun.
Siglingastofnun hefur áætlað að viðhaldsdýpkun Búðardalshafnar kosti 3 millj. kr.  Samþykktur hlutur Siglingastofnunar er að hámarki 2,7 mill, kr.  Dalabyggð ber 25% kostnaðar eða allt að kr. 750.000,-. 
Byggðarráð samþykktir að farið verði í framkvæmdinar og gert verði ráð fyrir kostnaðinum í viðauka við fjárhagáætlun ársins.
   
4.  1205036 - Minnismerki um Ásmund Sveinsson.
Með bréfi kynnir Krisján E. Karlsson áform um að reisa minnisvarða um Ásmund Sveinsson myndhöggvara á fæðingarstað hans að Kolsstöðum og óskar eftir undirbúnings- og framkvæmdastyrk frá Dalabyggð.
 
Byggðarráði líst vel á hugmyndina og vísar erindinu til Menningar- og ferðamálanefndar.  Bréfritara er einnig bent á að sækja um leyfi til framkvæmdanna til skipulags- og byggingarfulltrúa.
   
5.  1205013 - Sjálfboðavinnuverkefni 2012
Svavar Garðarsson sækir um styrk kr. 119.060,- til að lagfæra almennt bílastæði/snjóplan við Sunnubraut.
 
Byggðarráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki Rarik.  Umsækjandi hafi fullt samráð við verkstjóra Dalabyggðar.
 
6.  1205039 - Styrktarsjóður EBÍ 2012
Vísað til menningar- og ferðamálanefndar.
   
7.  1205015 - Afskriftarbeiðni
Sýslumaðurinn í Búðardal óskar eftir afskrift þing- og sveitarsjóðsgjalda kr. 887.122,-.
Erindið samþykkt.
   
8.  1203041 - Leifsbúð 2012
Umræðu og afgreiðslu frestað.
   
9.  1205056 - Vinnuskóli 2012
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að kauptöxtum fyrir vinnuskólann fyrir sumarið 2012.
   

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:24


 Til baka