Stjórnsýsla

Hér má sjá Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Skrifstofur Dalabyggðar eru að Miðbraut 11 í Búðardal.
Opnunartími er 9-13 alla virka daga.
Símatími er 9-13 alla virka daga

Sveitarstjóri er Björn Bjarki Þorsteinsson, hér má nálgast yfirlit yfir starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins: Skrifstofa Dalabyggðar

Stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins
Fundargerðir
Erindisbréf
Samþykktir og reglur
Eyðublöð
Gjaldskrár

 

Íbúafjöldi

Í töflunni hér að neðan má sjá íbúafjölda 1. janúar um það bil síðastliðinn áratug.

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2021

Karlar

358

375

375

364

360

362

347

351

354

354

356

355

348

327

312

Konur

323

334

339

330

324

324

318

322

326

325

317

312

325

312

308

Alls

681

709

714

694

684

686

665

673

680

678

673

667 673 639 620

Upplýsingar um íbúafjölda má finna á heimasíðu Hagstofu Íslands.

Byggðarmerki Dalabyggðar

Samkeppni var um byggðarmerki Dalabyggðar árið 1994 og bárust þá 33 tillögur frá 17 höfundum. Fjögurra manna dómnefnd valdi tillögu Önnu Flosadóttur sem grunn að byggðarmerki sveitarfélagsins.

   Fjöðrin er tákn menningar
   Fuglinn er tákn frelsis
   Sex fanir tákn sameinaðra hreppa

Saga sveitarfélaga í Dalabyggð

Alls hafa starfað 13 sveitarfélög á því svæði sem Dalabyggð nær nú yfir. Flest voru þau samtímis 10 á svæðinu.

Skógarstrandarhreppur og Dalabyggð sameinuðust 1. janúar 1998.

Hörðudalshreppur  og Miðdalahreppur sameinuðust 1. janúar 1992 undir nafninu Suðurdalahreppur.

Miðdalahreppur og Hörðudalshreppur sameinuðust 1. janúar 1992 undir nafninu Suðurdalahreppur.

Suðurdalahreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Haukdalshreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Laxárdalshreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Hvammshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Hvammshreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Fellsstrandarhreppur náði frá Hafursstöðum að Galtartungu til ársins 1772. Frá 1772 færðust mörkin að Arnarbæli. Þann 1. september 1986 sameinaðist hluti Klofningshrepps Fellsstrandarhreppi og mörkin færðust að Klofningi. Fellsstrandarhreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi og Skarðshreppi.

Skarðsstrandarhreppur náði frá Kjallaksstöðum að Skarði til 1772. Urðu þau þá frá Ormsstöðum að Ytri-Fagradal til 1. janúar 1918 að Skarðsstrandarhreppur klofnaði í Klofningshrepp og Skarðshrepp.

Klofningshreppur varð til 1. janúar 1918 við klofning Skarðsstrandarhrepps í Skarðshrepp og Klofningshrepp. Mörkin urðu þá frá Ormsstöðum að Ballará. Síðan klofnaði Klofningshreppur um Klofning 1. september 1986 milli Fellsstrandarhrepps og Skarðshrepps. Bæir utan Klofnings fóru í Fellsstrandarhrepp og bæir innan Klofnings í Skarðshrepp.

Skarðshreppur varð til við klofning Skarðsstrandarhrepps í Klofningshrepp og Skarðshrepp 1. janúar 1918. Náði hann þá frá Frakkanesi að Ytri-Fagradal. Þann 1. september 1986 sameinaðist hluti Klofningshrepps Skarðshreppi og mörkin fluttust þá að Klofningi. Skarðshreppur varð síðan hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi og Fellsstrandarhreppi.

Saurbæjarhreppur náði frá Hvalgröfum að Kleifum til ársins 1772. Frá 1772 voru mörkin flutt að Fagradalsá. Saurbæjarhreppur og Dalabyggð sameinuðust 10. júní 2006.

Dalabyggð varð fyrst til við sameiningu Suðurdalahrepps, Haukadalshrepps, Laxárdalshrepps, Hvammshrepps, Fellsstrandarhrepps og Skarðshrepps 11. júní 1994. Þann 1. janúar 1998 sameinuðust Skógarstrandarhreppur og Dalabyggð. Þann 10. júní 2006 sameinuðust og síðan Saurbæjarhreppur og Dalabyggð. Sveitarfélagið Dalabyggð nær nú yfir alla Dalasýslu og Skógarstrandarhrepp í Snæfellsnessýslu, þ.e. frá botni Álftafjarðar að Gilsfjarðarbotni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei