Upplýsingasíða um sameiningarmál Dalabyggðar

Á þessari síðu má finna allar upplýsingar um sameiningarmál Dalabyggðar. Meðal annars minnisblöð starfshóps um sameiningu sveitarfélaga, niðurstöður valkostagreiningar og umfjallanir málsins hjá sveitarstjórn og byggðarráði.

 

Upplýsingavefur Stjórnarráðsins um sameiningu sveitarfélaga

 

Á 188. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var lagt fram minnislbað um sameiningu sveitarfélaga. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga um að skipa þriggja manna starfshóp sem hefði umboð til samtals við nágrannasveitarfélög. Hópurinn var skipaður sveitarstjóra, oddvita og formanni byggðarráðs.

Minnisblöð starfshóps um sameiningu sveitarfélaga:

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 1

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 2

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 3

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 4

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 5

Minnisblað – 2003004 – Sameining sveitarfélaga 6

 

Á 193. fundi sveitarstjórnar var lagt fram svarbréf Jöfnunarsjóðs þar sem samþykkt var að veita Dalabyggð 4.000.000 kr. vegna valkostagreiningar:

Svar við umsókn um styrk vegna valkostagreiningar.pdf

 

Á 203. fundi sveitarstjórnar voru niðurstöður valkostagreiningar lagðar fram og tekin fyrir tillaga starfshópsins um að annars vegar sveitarstjórn Húnaþings vestra og hins vegar sveitarstjórnum Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði boðið til fundar til að ræða hvort hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð. Leiði þeir fundir í ljós að vilji sé til sameiningarviðræðna verði tekin afstaða til þess hvort hafnar verði formlegar eða óformlegar sameiningarviðræður. Þá verði ákveðinn tímarammi fyrir þær viðræður og óskað eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við verkefnið.

Niðurstöður valkostagreiningar:

04.03.21.Dalabyggð-loka.pdf
Minnisblað – 2003004 – Sameiningarvalkostir.pdf
Breiðafjörður.pdf
Dalabyggð og Húnaþing.pdf
Norðurland vestra.pdf
Strandir og Reykhólar.pdf
Stykkishólmur og Helgafell.pdf
Vesturland.pdf

 

Send voru erindi og óskað eftir fundum með Húnaþingi vestra, Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ. Fundur með fulltrúum Húnaþings vestra var haldinn 14.06.2021 og fundur með fulltrúum frá Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ 25.06.2021.

Á 210. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var tekið fyrir erindi frá Strandabyggð þar sem óskað var eftir afstöðu nágrannasveitarfélaga til viðræðna um sameiningu við Strandabyggð. Niðurstaða sveitarstjórnar var að klára þær viðræður sem sveitarfélagið á í áður en Strandabyggð verði svarað.

Á 212. fundi sveitarstjórnar var lagt fram til kynningar að sveitarstjórn Dalabyggðar hefði fundað með sveitarstjórn Húnaþings vestra 08.11.2021 og sveitarstjórnum Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar 03.12.2021.

Á 213. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að byggðarráð útfærði könnun varðandi sameiningu sveitarfélaga sem yrði tekin til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í febrúar og áætlað að framkvæmd verði samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk.

Á 283. fundi byggðarráðs var fundað með Róberti Ragnarssyni ráðgjafa og rætt um framkvæmd könnunarinnar. Lagt til að könnunin yrði framkvæmd meðfram kosningum og þar yrði spurt um hvort íbúum finnist að hefja eigi sameiningarviðræður og hvaða valkostur sé æskilegastur að þeirra mati. Kynningarefni yrði sent út varðandi könnunina og framkvæmd hennar. Tillaga byggðarráðs var staðfest á 214. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Hérna má finna upptökur frá sveitarstjórnarfundum: Dalabyggð TV

Í 4. tölublaði Dalapóstsins 2022 var eftirfarandi tilkynning birt:
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður. Réttur til þátttöku í skoðanakönnuninni er sá sami og í sveitarstjórnarkosningum.
Hægt er að taka þátt með því að mæta á kjörstað sveitarstjórnarkosninga í Dalabúð, kl. 10-20, á kjördegi þann 14. maí. Einnig er hægt að taka þátt utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumannsins á Vesturlandi, að Miðbraut 11 í Búðardal.
Gefið verður út kynningarrit sem ætlað er að veita íbúum grunnupplýsingar til að geta tekið afstöðu til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður eða ekki, og hvaða valkostur ætti að vera í forgangi. Þá er hægt er að nálgast ítarefni varðandi valkostagreininguna og framkvæmd könnunarinnar á www.dalir.is/sameiningarmal og á skrifstofu Dalabyggðar kl. 9-13 alla virka daga.

Kynningarrit má nálgast hér: Kynningarrit vegna skoðanakönnunar vegna sameiningarmála

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei