Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?

Vinnuskóli Dalabyggðar 

Helstu verkefni og verkfæri - áhættumat

 


 

Unglingar - 13 og 14 ára

Hreinsun og snyrting á opnum svæðum, skólalóðum og íþróttasvæðum.

Hreinsun trjábeða og umhirða gróðurs, þ.m.t. rakstur.

Málningarvinna og fúavörn með umhverfisvænum efnum, þó ekki sprautumálun.

Helstu verkfæri: Handverkfæri, kústar, hrífur, sköfur, skóflur og hjólbörur.

 

Unglingar - 15 ára

Hreinsun og snyrting á opnum svæðum, skólalóðum og íþróttasvæðum.

Hreinsun trjábeða og umhirða gróðurs, þ.m.t. rakstur.

Málningarvinna og fúavörn með umhverfisvænum efnum, þó ekki sprautumálun.

Létt viðhaldsvinna við leiktæki og þess háttar.

Léttur sláttur með garðsláttuvélum og vélorfum með haldrofa.

Gróðursetning, þökulagning og áburðargjöf.

Helstu verkfæri: Handverkfæri, kústar, hrífur, sköfur, plöntustafir, skóflur, hjólbörur, garðsláttuvélar, vélorf, penslar og málningaráhöld.

 

Unglingar - 16 og 17 ára

Hreinsun og snyrting á opnum svæðum, skólalóðum, og íþróttasvæðum.

Hreinsun trjábeða og umhirða gróðurs, þ.m.t. rakstur.

Málningarvinna og fúavörn með umhverfisvænum efnum, þó ekki sprautumálun.

Létt viðhaldsvinna við leiktæki o.fl. og á lóðum stofnana.

Sláttur með sláttuvélum og vélorfum með haldrofa.

Gróðursetning, þökulagning og áburðargjöf.

Helstu verkfæri: Handverkfæri, kústar, hrífur, sköfur, plöntustafir, skóflur, hjólbörur, garðsláttuvélar, vélorf, sláttuvélar, penslar og málningaráhöld.

Við slátt með vélknúinni handsláttuvél eða vélorfi skal nota öryggisstígvél, heyrnarhlífar og andlitshlíf.

 

Áhættumat

Öll ofangreind aldursskipting við val verkefna og notkun verkfæra og áhalda er í fullu samræmi við reglugerð um vinnu barna og ungmenna nr. 426, 10. júní 1999. Ef slys verður við vinnu, er send tilkynning til vinnueftirlits ríkisins á eyðublaðinu „ilkynning um vinnuslys" í samræmi við ákvæði laga nr. 46/1980.

 

Búðardal 16. júní 2011

Sveinn Pálsson Sveitarstjóri