Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?

Reglur um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða í Dalabyggð


 

Skv. 23., 26. og 27. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 gefa sýslumenn út rekstrarleyfi og tækifærisleyfi hver í sínu umdæmi að fengnum umsögnum hlutaðeigandi sveitarstjórnar, slökkviliðs, heilbrigðisnefndar, byggingarfulltrúa, vinnueftirlits og lögreglu.

 

Sveitarstjórn skal veita umsögn um fyrirhugaðan afgreiðslutíma staðar, þ.e. á hvaða tíma heimilt er að hafa hann opinn. Einnig staðfestir sveitarstjórn að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélags kveður á um og eftir atvikum að næg bílastæði fylgi gististað.

 

Byggðarráð fer að jafnaði með afgreiðslu umsagna vegna útgáfu rekstrar- og tækifærisleyfa.

 

Í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Dalabyggð nr. 375/2016 samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi reglur um opnunartíma veitinga- og skemmtistaða.

 

Veitingastaðir í flokki II skv. 4. gr. laga nr. 87/2007 m.s.br.

Umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu, svo sem með háværri tónlist og kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu.

Almennur opnunartími

  Lokunartími eigi síðar en kl. 23:30

  Veitingasala heimil til kl. 23:00

Aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga

  Lokunartími eigi síðar en kl. 23:30

  Veitingasala heimil til kl. 23:00

 

Veitingastaðir í flokki III skv. 4. gr. laga nr. 87/2007 m.s.br.

Umfangsmiklir áfengisveitingastaðir, svo sem þar sem leikin er hávær tónlist, og staðir sem kalla á meira eftirlit og/eða löggæslu.

Almennur opnunartími

  Lokunartími eigi síðar en kl. 02:00

  Veitingasala heimil til kl. 01:30

Aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga

  Lokunartími eigi síðar en kl. 04:00

  Veitingasala heimil til kl. 04:00

 

Byggðarráði verður þó ætíð heimilt að veita jákvæða umsögn um lengri opnunartíma vegna sérstakra tilefna, s.s. um áramót, páska o.s.frv.  þó með þeim takmörkunum sem fram koma í lögum nr. 32/1997 um helgidagafrið.

 

Þegar umsögn er veitt vegna veitinga- og skemmtistaða skal farið eftir ákvæðum aðalskipulags Dalabyggðar og eftir atvikum deiliskipulagi viðkomandi svæða.

 

Samþykkt á  fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 16. maí 2017