Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
1. október 2007 09:19

Bráðvantar klippibúnað

Slökkvilið Dalabyggðar eignaðist á dögunum nýjan slökkvi-og björgunarbifreið sem búin er mjög fullkomnum slökkvibúnaði.  Í slökkvibílinn vantar enn klippibúnað, sem að sökum peningaskorts var ekki hægt að eignast, en hann kostar um 2,5 til 3 miljónir króna.

Klippibúnaður hefur margsannað gildi sitt við björgunar á fólki úr bifreiðum eftir umferðaslys og að sögn Jóhannesar B. Björgvinssonar lögregluvarðstjóra er þetta mikið áhyggjuefni,  þar sem umferð um Dali er stöðugt að aukast og mun gera á næstu árum með opnun vegar um Arnkötludal.

Opnaður var söfnunarreikningur  nr. 312-13-140658  k.t. 181250-3139 í Kaupþing í Búðardal og beiðni um aðstoð send til æðstu stjórnenda tryggingafélaganna, þann 3. maí s.l, sem ekki sáu ástæðu til að svara beiðninni né veita nokkra aðstoð við söfnunina.

Sparisjóðir í nágrenni okkar hafa verið að gefa slökkviliðum sínum samskonar búnað og okkur vantar. En þar sem enginn sparisjóður er í Dalabyggð þá var leitað til Kaupþing banka, eina starfandi bankans hér. Yfirmanni í höfuðstöðvum bankans var sent samskonar beiðni um aðstoð eins og tryggingafélögin fengu, en fékk sú beiðni sömu afgreiðslu þar, ekki svarað! 

Þá var gripið til þess ráð að senda dreifibréf á öll heimili og fyrirtæki í Dalabyggð í júní sl.  Það litla sem komið hefur inn í þessari söfnun eru fjárframlög frá börnum sem héldu tombólu til styrktar tækjakaupunum og örfáum einstaklingum í sýslunni. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.

Jóhannes lýsir yfir miklum vonbrigðum með að fyrirtæki í sýslunni skuli ekki hafa séð sér fært að aðstoða í þessari söfnun og vonast eftir betri stuðningi  er frá líður. Þeir muni ótrauðir halda áfram söfnuninni  og hafa ber í huga að margt smátt gerir eitt stórt. 

 

 

ókurteisi(2.okt.2007.)
- 2.10.2007 20:09:13 Að mínu mati er það algjör ókurteisi að svara ekki bréfum. Hvað fynnst ykkur?
Inga María
Varla nýtt
Sammála en varla nýtt af hálfu tryggingafélaganna sem eru flest ef ekki öll orðin fjárfestingafyrirtæki og umræddum banka, eða hvað? Þeir sem eiga mesta fjármagnið eru alltaf nískastir,ekki satt? Kemur mér á óvart að íbúar hafi ekki tekið við sér en þess bera að geta að trúlega eiga flestir nóg með sig á þessu láglaunasvæði. Auðvitað á sveitarfélagið að standa myndalega á bak við slökkviliðið þannig að starfsemi þess sé gert jafnt undir höfði og hestamönnum. Slökkviliðsmenn sem eru flestir hugmyndaríkir og uppátækjasamir ættu að setja upp einhverja skemmtilega uppákomu og fá íbúa til að mæta. Síðan má bjóða upp á kaffi og með því á sanngjörnu verði.
GJG
Gaman saman .
- 5.10.2007 09:17:13 Alveg sammála væri hægt að hafa bingó eða spilakvöld og fólk blandar geði ekki satt?
Inga María