Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
7. apríl 2007 13:18

Dagskrá Jörfagleði 2007

Upphitun fyrir Jörfagleði

 

 

Föstudagur 13. apríl

 

Kl. 20:00 - Leiksýningin Píkusögur í Tjarnarlundi. Lionsklúbburinn Agla í Borgarnesi flytur.

Allur ágóði rennur til líknarmála.

Aðgangseyrir: 1.500 kr.

 

 

Jörfagleði hefst

 

 

Miðvikudagur 18. apríl

 

Kl. 20:30 - 22:15 – Patrekur 1,5 leiksýning á vegum Þjóðleikhússins í Dalabúð.

Bráðfyndið leikrit fyrir alla fjölskylduna þar sem tekist er á við fordóma af ýmsu tagi á frumlegan og skemmtilegan hátt.

Aðgangseyrir: 1.500 kr.

 

Kl. 22:30 - 03:00 – Pöbbakvöld í Dalabúð að lokinni leiksýningu. Jói Baldurs og Sigurður Gíslason skipa dúettinn „Tveir á milli“ og ætla þeir að halda uppi stuði fram eftir nóttu. Nú rifjum við upp gömlu pöbbastemminguna.

Aldurstakmark 20 ára.

Aðgangseyrir: 800 kr.

 

 

Fimmtudagur 19. apríl

 

Skriðuland í Saurbæ – Ljósmyndasýningin „Er þetta …..?“  Nokkrar gamlar ljósmyndir úr lífi og störfum Skarðstrendinga og Saurbæinga á síðustu öld. Myndirnar verða til sýnis á opnunartíma verslunarinnar  frá sumardeginum fyrsta, 19. apríl,  til sunnudagsins 22. apríl.

 

Kl. 09:00 – Skátafélagið Stígandi endurvakið í lundinum við Hjarðarholtskirkju og í safnaðarheimili Hjarðarholtsprestakalls.

 

Kl. 11:00 – Æskulýðs- og skátamessa í Hjarðarholtskirkju. Skátar úr skátafélaginu Stíganda vígðir og nemendur úr Tónlistarskóla Dalasýslu flytja tónlist.

 

Kl. 13:00 – Firmakeppni Hestaeigendafélagsins á reiðvellinum í Búðardal. Ungir sem aldnir taka gæðinga til kostanna. Þetta er mótið sem allir eiga erindi á.

 

Kl. 14:00 - 17:00 – Sannkölluð kaffihússtemming í Thomsenhúsi. Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir hefur opið hús og selur kaffi og meðlæti.

 

Kl. 14:00 - 18:00 – Handverkssýning eldri borgara Dala og Reykhóla í Rauðakrosshúsinu. Kaffisala á staðnum.

 

Kl. 15:00 - 18:00 – Ljósmyndasýning Björns Antons Einarssonar, Silju Thorlacius og Gyðu Lindar Gunnólfsdóttur í kaffistofu Sláturhússins.

 

Kl. 15:00 - 18:00 – Málverkasýning Gróu Dal í kaffistofu Sláturhússins.

 

Kl. 16:00 - 18:00 – Formleg opnun „Gamla kaupfélagshússins“ við höfnina sem mun seinna hýsa Leifssafn. Opnunarræða og óvæntar uppákomur. Nemendur Tónlistarskóla Dalasýslu flytja tónlist.

 

Kl. 16:00 - 18:00 – Málverka- og ljósmyndasýningin „Skarð“ í „Gamla kaupfélagshúsinu“. Listamennirnir Helgi Þ. Friðjónsson og Einar Falur sýna verk sín.

 

Kl. 16:00 - 18:00 – Ljósmyndasýningin „Mynd segir meira en þúsund orð“ í „Gamla kaupfélagshúsinu“. Gamlar ljósmyndir af Búðardal á árum áður í umsjón Skúla H. Jóhannssonar sem safnaði saman myndum.

 

Kl. 18:00 - 20:00 – Förðunarnámskeið á vegum Steinunnar Þórðardóttur “make up artist” á Laugum. Steinunn kemur með allar förðunarvörur og áhöld til förðunar. Steinunn útskrifaðist frá Emm School of Makeup 2005 og kennir nú við skólann. Hún hefur tekið að sér allskyns verkefni fyrir íslenskan og erlendan markað í tísku, auglýsingum og kvikmyndum.

Verð: 1.000 kr.

 

Kl. 20:00 - 23:00 – Glimmerkvöld á Laugum. Stúlkur í 8., 9. og 10.bekk í Dalabyggð og Reykhólahreppi velkomnar. Innifalið er pizza og eftirréttur ásamt gosi. Glens og grín fram eftir kvöldi. Nú er um að gera að draga fram allt glingur sem til er og skreyta sig.

Verð: 500 kr.

Nánari upplýsingar og skráning á förðunarnámskeið og glimmerkvöld er hjá Díönu og Heiðu í síma 453-6168 og Önnu Möggu og Dagmar í síma 431-1260.

 

Kl. 20:30Setning Jörfagleði í Dalabúð

 • Kvennakórinn Ymur
 • Unnur Sigurðardóttur einsöngvari
 • Vorboðinn
 • Jasstríó Tómasar R. Einarssonar
 • Dalamenn heiðraðir

 

Við hvetjum alla sem eiga þjóðbúninga til að skarta þeim.

Kaffiveitingar í boði Jörfagleði að lokinni dagskrá.

Aðgangseyrir: 1.500 kr.

 

 

Föstudagur 20. apríl

 

Kl. 11:00 - 14:00 – Krakkafjör á Laugum með Önnu Möggu og Jörgen. Allir nemendur 1. - 4.bekk í Dalabyggð velkomnir. Leikir og þrautir í íþróttahúsinu á Laugum. Útivera ef veður leyfir. Munið eftir klæðnaði við hæfi.

Upplýsingar og skráning hjá Önnu Möggu og Jörgen í síma 434-1600 eða 431-1260.

 

Kl. 12:00 – Söngur leikskólabarna í sólskálanum í Samkaup.

 

Kl. 14:00 - 16:00 – Opið hús í Leikskólanum Vinabæ. Sýning á listaverkum nemenda og heitt kaffi á könnunni.

 

Kl. 14:00 - 18:00 – Handverkssýning eldri borgara Dala og Reykhóla í Rauðakrosshúsinu. Kaffisala á staðnum.

 

Kl. 14:00 - 20:00 – Málverka- og ljósmyndasýningin  „Skarð“ í „Gamla kaupfélagshúsinu“. Listamennirnir  Helgi Þ. Friðjónsson og Einar Falur sýna verk sín.

 

Kl. 14:00 - 20:00 – Ljósmyndasýning Björns Antons Einarssonar, Silju Thorlacius og Gyðu Lindar Gunnólfsdóttur í kaffistofu Sláturhússins.

 

Kl. 14:00 - 20:00 – Málverkasýning Gróu Dal í kaffistofu Sláturhússins.

 

Kl. 14:00 - 20:00 – Ljósmyndasýningin „Mynd segir meira en þúsund orð“ í „Gamla kaupfélagshúsinu“. Gamlar ljósmyndir af Búðardal á árum áður í umsjón Skúla H. Jóhannssonar sem safnaði saman myndum.

 

Kl. 15:00 - 18:00 – Sumarfjör í Búðardal með Önnu Möggu og Jörgen. Allir nemendur 5. - 7.bekk í Dalabyggð velkomnir. Þátttakendur þurfa að taka með sér stafræna myndavél.

Verð: 400 kr.

Upplýsingar og skráning hjá Herdísi í síma 434-1663 og 695-0317.

 

Kl. 17:00 - 20:00 – Strákapúl á Laugum með Önnu Möggu og Jörgen. Allir drengir í 8. - 10.bekk í Dalabyggð og Reykhólahreppi velkomnir. Þátttakendur þurfa að hafa með sér klæðnað til útiveru og íþróttaiðkunar. Lofað verður púli og miklu stuði. Sundlaugapartý hefst að lokinni dagskrá. Innifalið pizza, eftirréttur ásamt gosi.

Upplýsingar og skráning hjá Jörgen í síma 434-1600 og 431-1260.

Verð: 500 kr.

 

Kl. 20:00 - 22:00 – Sundlaugapartý að hætti Önnu Möggu og Jörgen á Laugum fyrir 12 - 16 ára. Pylsur og gos innifalið.

Verð: 200 kr.

Upplýsingar og skráning hjá Önnu Möggu og Jörgen í síma 434-1600 eða 431-1260.

 

Kl. 20:30Skemmtikvöld í Árbliki

 • Sigríður Jörundsdóttir Dalakona og sagnfræðingur flytur erindið „Forfeður á vonarvöl. Dalasýsla áranna 1755-1759“
 • Guðrún Gunnarsdóttir söngkona flytur nokkur lög
 • Nemendur Tónlistarskóla Dalasýslu leika á hljóðfæri
 • Þorrakórinn skemmtir og syngur
 • Danssýning: Dansarar þjálfaðir af Evu Katrínu Þórðardóttur sýna dansa
 • Nikkólína leikur fyrir dansi fram eftir kvöldi

 

Kvenfélagið Fjólan verður með kaffisölu.

Aðgangseyrir: 1.500 kr.

 

 

Laugardagur 21. apríl

 

Kl. 10:00 - 15:00 – Knattspyrnumót UDN á Laugum. Strákar, stelpur, konur og karlar, söfnum í lið og skellum okkur í bolta.

Á móti skráningum tekur Jón Egill Jónsson í síma 867-5604.

 

Kl. 11:00 - 14:00  Listasmiðja Dagbjartar. Dagbjört býður upp á skemmtilegt myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára. Viðfangsefni námskeiðsins er „Sjálfsmyndin í málverki“. Áhersla er lögð á að þroska hæfileika barnsins í tengslum við formskyn, myndbyggingu og litskyn. Skapandi vinnubrögð og sjálfstæði verður haft að leiðarljósi.

Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Skráning hjá Bogu í síma 434-1492 og 894-6808.

 

Kl. 12:00 - 17:00 – Sýningar í Grunnskólanum í Búðardal.

·        Kvikmynd: Sýnd verður kvikmynd sem gerð var af nemendum fæddum 1975. Þar sýna þeir og segja frá húsunum í Búðardal á árinu 1988. Varst þú einn af þeim? Eða var það barnið þitt?

·        Skátasýning: Sýning á gömlum munum úr skátastarfi Stíganda frá fyrri tíð. Eitt sinn skáti, ávallt skáti.

·        Þemavinna: Vinna nemenda grunnskóla Búðardals: Húsin í Búðardal - Framtíðarsýn. Komið og kíkið á vinnu nemenda. Kannski við getum lært eitthvað af þeim?

·        Sumarfjör: Afrakstur Sumarfjörsins frá deginum áður. Ljósmyndamaraþon nemenda í 5., 6. og 7. bekk. Hvernig sjá börnin hugtakið „Vinátta“ með augum linsunnar?

·        Hver er maðurinn? Sýndar verða gamlar mannamyndir frá árunum um og eftir aldamótin 1900 úr fjölskyldualbúmi Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda. Margar þessara mynda eru nafnlausar og nú biður sagnfræðingurinn Sigríður H. Jörundsdóttir gesti Jörfagleði um aðstoð við að nafngreina sem flesta á þessum myndum. Hún ritar sögu Fellsenda nú um þessar mundir. Mjög áhugaverð og skemmtileg sýning.

 

Kl. 13:00 - 17:00 – Markaðsdagur í Björgunarsveitahúsinu. Dalamenn og fleiri kynna og selja vöru og þjónustu.

 

Kl. 13:00 - 17:00 – Málverka- og ljósmyndasýningin „Skarð“ í „Gamla kaupfélagshúsinu“. Listamennirnir  Helgi Þ. Friðjónsson og Einar Falur sýna verk sín.

 

Kl. 13:00 - 17:00 – Ljósmyndasýning Björns Antons Einarssonar, Silju Thorlacius og Gyðu Lindar Gunnólfsdóttur í kaffistofu Sláturhússins.

 

Kl. 13:00 - 17:00 – Málverkasýning Gróu Dal í kaffistofu Sláturhússins.

 

Kl. 13:00 - 17:00 – Ljósmyndasýningin „Mynd segir meira en þúsund orð“ í „Gamla kaupfélagshúsinu“. Gamlar ljósmyndir af Búðardal á árum áður í umsjón Skúla H. Jóhannssonar sem safnaði saman myndum.

 

Kl. 14:00 - 17:00 – Opið hús hjá Slökkviliðinu. Öll nýjustu tæki til sýnis.

 

Kl. 14:00 - 18:00 – Handverkssýning eldri borgara Dala og Reykhóla í Rauðakrosshúsinu. Kaffisala á staðnum.

 

Kl. 18:00 - 20:00 – Í Sólskála Samkaupa verður austurlenskt hlaðborð að hætti Gunnars sem kenndur er við Dalakjör. Gunnar reiðir fram lokkandi ljúfmeti eins og honum einum er lagið.

Verð: 1.900 kr.

Pantanir hjá Svölu í síma 861-4466 eigi síðar en 18. apríl. Hlaðborðið miðast við að næg þátttaka náist.

 

Kl. 18:00 - 22:00 – „Garðagleði“: Nú skreytum við heimilin með gulum lit. Liturinn minnir á sól og sumar. Ætlunin er að hafa húsin og heimilin í Búðardal opin fyrir gesti og gangandi.

Gul sól í glugga táknar opið hús og „party“ í garðinum í viðkomandi húsi. Við vonumst eftir góðu veðri og þá er ætlunin að heimilin haldi sína „Garðagleði“.

Hvert heimili útfærir sínar hugmyndir í tengslum við skreytingar og fleira.

Auðvitað mega fjölskyldur, vinir, nágrannar eða götur sameinast. Allt eins og hverjum og einum er lagið.

Tökum þátt og hleypum sumarstemmingu í bæinn!

Nánari lýsing á vef Dalabyggðar (dalabyggd.is).

 

Kl. 23:00 – Risadansleikur með hljómsveitinni Á móti sól ásamt Magna.

Aldurstakmark: 16 ára

Aðgangseyrir: 2.800 kr.

 

 

Sunnudagur 22. apríl

 

Kl. 13:00 – Vortónleikar nemenda Tónlistarskóla Dalasýslu í Tjarnarlundi.

 

Kl. 14:00 – Þjóðlagamessa í Staðarhólskirkju í Saurbæ.

 

Kl. 14:00 - 18:00 – Kaffihlaðborð í Skriðulandi. Nú fjölmenna allir á glæsilegt kaffihlaðborð og njóta sunnudagsins í Saurbænum.

 

Kl. 17:00 – Vortónleikar nemenda Tónlistarskóla Dalasýslu í Dalabúð.