Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
9. mars 2007 11:19

Skátastarf í Búðardal endurvakið

Áhugasamir foreldrar hafa stofnað skátaflokk fyrir 2. – 4. bekk og undirbúið dagskrá fyrir starfsemina. Fyrsti fundur flokksins var laugardaginn 3. mars síðast liðinn að Laugum í Sælingsdal. Þar mættu nítján krakkar úr allri Dalabyggð og var þeim þar kynnt skátastarfið í fyrsta sinn. Að kynningu lokinni fóru allir krakkar og foreldrar á skauta á stóru tjörninni að Laugum, en eins og eldri skátar þekkja er útivist einn af helstu þáttum skátastarfsins.

 

Ákveðið hefur verið að fundir yngri skátanna verði á miðvikudögum kl. 13:40 í Dalabúð og einn lagardag í mánuði að Laugum. Verður nánar kynnt hvaða laugardagar verða fyrir valinu.

 

Komið hefur í ljós að mikill áhugi er hjá eldri krökkum að stunda skátastarf en til að það geti orðið vantar áhugasama foringja sem þekkja til starfsins. Hafir þú, lesandi góður, áhuga á að starfa með krökkunum þá ertu beðinn að láta vita af þér.

 

Það var fyrir þrjátíu árum að hér í Búðardal var stofnað skátafélagið Stígandi sem starfaði í nokkur ár. Enn í dag muna margir þeirra sem þá voru með góðu daganna í skátastarfinu. Nú er stefnt að því að endurvekja skátaflokkinn Stíganda á Jörvahátíð í vor.

 

Til að hafa starfandi skátafélag þarf að hafa starfandi, áhugasama skáta til að sinna leiðbeinanda/foringja störfum í félaginu. Hafir þú áhuga á að vera með í að endurvekja starfið og vinna með börnum og unglingum að skemmtilegu og uppbyggilegu starfi ertu beðinn að hafa samband við Önnu Margréti í síma 434-1600. Allir sem hafa áhuga á og gaman af að starfa með börnum að uppbyggjandi og þroskandi verkefnum, s.s. útivist og mörgu fleira eru velkomnir.