Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
8. mars 2007 15:40

Fatasöfnun RKÍ deilda á Vesturlandi

Dagana 2. og 3. mars stóðu deildir RKÍ á Vesturlandi fyrir söfnun til styrktar vinadeildar svæðisins í Gambíu. Gambía er lítið, aflangt land í vestanverðri Afríku rétt norðan miðbaugs. Segja má að það liggi í miðju Senegal frá strönd og inn í land til austurs. Þannig er það umkringt Senegal nema við ströndina.

 

Safnað var fötum, sem henta í þessum heimshluta, skóm, hvers konar skóladóti, lítils háttar af skrifstofuhúsgögnum og -tækjum, reiðhjólum o.m.fl.

 

Í Dalabyggð og Reykhólum var þessu verkefni tekið afar vel af íbúum og safnaðist magn til að fylla þrjú bretti til flutnings. Öruggt er að segja að þetta þyki mjög gott í byggðarlagi þar sem heildar íbúafjöldi er innan við 1.000.

 

Grunnskólarnir af svæði deildarinnar komu jafnframt að söfnuninni með sínu framlagi af gömlum skólatöskum og margvíslegu skóladóti sem hætt var að nota af nemendum. Þykir það afar mikilvægt framlag því þannig fá grunnskólanemendur aðeins innsýn í brýnar þarfir fátækra þjóða. Ekki má gleyma að nefna almenning, fjölskyldur, á svæði Búðardalsdeildar RKÍ þaðan sem mesta magn fatnaðarins af svæði deildarinnar kemur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að pökkun og frágangi til flutnings á því sem safnaðist stóðu ungir og aldnir sjálfboðaliðar af svæðinu á móttökustað söfnunarinnar í húsnæði Búðardalsdeildar RKÍ. Mjólkurstöðin í Búðardal (MS) lagði söfnuninni lið með kössum til pökkunar og skólagögnum. K. M. þjónustan ehf. studdi okkur eins og margoft áður og sá um flutning brettanna með söfnuninni suður til Reykjavíkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er öllum framantöldum aðilum þakkaður frábær stuðningur við söfnunina og er hér óhætt að fullyrða að hún mun koma að miklum notum fyrir vinadeild okkar í Gambíu.

 

Finnbjörn Gíslason,

ábyrgðarmaður söfnunarinnar í Búðardal.