Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
29. ágúst 2019 09:19

Vínlandssetur

Dalabyggð óskar eftir aðila til að sjá um rekstur Vínlandsseturs í Búðardal. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af rekstri, þekkingu á markaðsmálum, hafi gaman að mannlegum samskiptum og sé áhugasamur um þjónustu við ferðamenn. Ekki spillir að hafa þekkingu á sögunni og áhuga á því að miðla henni á lifandi og skapandi hátt. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og reynslu til að reka ferðaþjónustufyrirtæki/veitingahús. Búseta í Dalabyggð er kostur. 

 

Vínlandssetur skal vera opið árið um kring, í takti við umfang ferðaþjónustu á hverri árstíð.

 

Setrið verður staðsett í uppgerðu glæsilegu pakkhúsi í hjarta Búðardals, rétt við höfnina. Húsið er á tveimur hæðum og um 350 fm að flatarmáli.

 

Í Vínlandssetri er að rísa stórglæsileg sýning á sögu landafunda Íslendinga, af fundi Grænlands og Ameríku, en hún byggir á verkum landsþekktra myndlistarmanna og hönnun og hugmyndasmíð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, sem eru hugmyndasmiðir sýninganna í Landnámssetri Íslands í Borgarnesi.

 

Samhliða sýningunni er möguleiki að hafa gott en einfalt veitingahús á neðri hæð hússins og styður það mjög við rekstur sýningarinnar á efri hæðinni.

 

Gert er ráð fyrir að samið verði um reksturinn til langs tíma, enda er ætlunin að rekstraraðili komi að lokaútfærslu á samspili veitingarekstrar og sýningarhalds og fjárfesti nokkuð í verkefninu.

 

Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að senda inn umsóknir eigi síðar en 30. september næstkomandi. Umsóknareyðublöð verður að finna á heimasíðu Dalabyggðar í lok næstu viku.

Nánari upplýsingar veita Kristján Sturluson sveitarstjóri , netfang sveitarstjori@dalir.is og Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

 

Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Akureyri eru reiðubúnir að aðstoða við fjárhagsáætlanagerð í tengslum við umsókn, netföngin eru sigurdurs @nmi.is, annagundny @nmi.is eða selma @nmi.is

 

Dæmi um excel-skjöl fyrir fjárhagsáætlanagerð frá Nýsköpunarmiðstöð og Byggðastofnun.

 

Vínlandssetur - ítarupplýsingar