Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
9. júlí 2018 10:39

Blómmóðir besta

Helga Kress, prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytur erindið "Blómmóðir besta" á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 14. júlí kl. 15. Konan í lífi og ljóði Jóns Thoroddsen: Kristín Ólína Thoroddsen, fædd Sívertsen (1833-1879); saga sögð í bréfum, að Jóni gengnum.

 

Í erindi sínu tengir Helga kvenlýsingar í ljóðum og sögum Jóns Thoroddsen við konurnar í lífi hans. Helga hefur m.a. skoðað móðurmyndina í ljóðum Jóns og borið hana saman við móður barna þeirra hjóna. Helga byggir erindið að hluta til á bréfum sem Kristín skrifaði eftir lát Jóns. Einnig kemur við sögu systir Kristínar sem að nokkru leyti var uppeldismóðir fjögurra sona Kristínar og Jóns.

Blómmóðir besta - fb