Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
17. september 2015 07:00

Stuðningsfjölskyldur - stuðningur við börn

Félagsþjónusta Dalabyggðar leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. 

 

Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

 

Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku. Hlutverkið felst í t.d. aðstoð við heimanám, en fyrst og fremst uppbyggilegri samveru.

 

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

 

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við Ingu Vildísi Bjarnadóttur félagsráðgjafa, sími 433 7100, netfang vildis@borgarbyggd.is.