Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
5. september 2012 16:03

Markaskrá Dalasýslu 2012

  
Ný markaskrá fyrir Dalasýslu hefur verið gefin út, en í ár eru gefnar út nýjar markaskrár fyrir allt landið. 

 

Í markaskránni eru skráð 719 eyrnamörk og 69 brennimörk. Eigendur marka eru vel á fjórða hundraðið, velflestir skráðir fyrir einu marki, en allt upp í 10 mörk.

 

Til samanburðar má geta þess að í Markaskrá Dalasýslu 1951 voru skráð 1350 eyrnamörk og markeigendur 896. Er það því til muna auðveldara í dag að leggja stund á þá þjóðlegu íþrótt að kunna öll mörk.

 

Í skránni eru og  birtar ýmsar fróðlegar upplýsingar fyrir áhugasama, eins og fastnúmeraröð hrossaræktenda, markheiti, fjallskilasamþykkt Dalabyggðar og fleira.

 

Markaskrá má nálgast hjá markaverði, Erlu Ólafsdóttur í Ásgarði. Markeigendur hafa þegar greitt fyrir markaskrá og munu fá hana afhenta næstu daga. Marklausir geta keypt sér eintak hjá markaverði og kostar hún þá 2.500 kr.