Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
28. júní 2012 09:13

Bæjarhátíð - Vestfjarðarvíkingurinn

  
Keppni sterkustu manna landsins Vestfjarðavíkingurinn er nú 20 ára. Keppnin fer fram dagana 4. - 7. júlí um Vestfirði og nágrenni.

 

Miðvikudaginn 4. júlí verður keppt í bóndagöngu við Hótel Stykkishólm kl. 12:30. Um borð í Baldri verður síðan keppt í réttstöðulyftu kl. 16:15.

 

Fimmtudaginn 5. júlí verður keppt í bryggjupollaburði kl. 13 á Friðþjófstorgi á Patreksfirði og kl. 18 verða tunnuhleðslur í sundlauginni á Tálknafirði.

 

Föstudaginn 6. júlí verður kútakast við Hótel Bjarkalund kl. 13 og á Reykhólum verða steinapressur á Reykhólum.

 

Laugardagur 7. júlí lýkur síðan keppninni í Búðardal. Uxaganga verður kl. 12 við Leifsbúð. Síðasta keppnisgreinin er síðan steinatök við Dalabúð kl. 16.

 

Steinarnir í steintökunum koma úr fjörunni í Ytri-Fagradal og hafa menn reynt afl sitt á þeim á Frændaleikum þar á bæ. En meðal keppenda eru Stefán Sölvi og Úlfur Orri Péturssynir dóttursynir Steinólfs í Fagradal.

 

Vestfjarðavíkingurinn 2012 - auglýsing PDF

 Bæjarhátíð í Búðardal