Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
13. júní 2012 12:00

Dagur hinna villtu blóma

  
Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í um tveggja tíma gönguferð með leiðsögn um algengustu plöntur án endurgjalds.

 

Hér í Dölum verður farið í göngu á Skarðsströndinni í þriðja sinn. Mæting er kl. 10 að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Gengið verður upp Nónhlíð á brún Fagradalsfjalls að Nýpurhyrnu. Síðan niður í Nýpurdal og að Nýp.

 

Fjallið er grösugt og úrval plantna að skoða. Auk þess að njóta flórunnar er útsýni yfir Breiðafjörð, fuglalíf og allnokkrar líkur á að sjá haförn. 

 

Boðið verður upp á jurtate að göngu lokinni og bílferð til baka í Ytri-Fagradal.

 

Leiðsögn er í höndum Þóru Sigurðardóttur á Nýp og Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal. 

 

Dagur hinna villtu blóma

Nýpurhyrna