Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
17. mars 2011 09:56

Riishús á Borðeyri

Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbyggingu Riishúss á Borðeyri. Sunnudaginn 20. mars verður Riishússdagur á Borðeyri til að kynna verkefnið og afla fjár til áframhaldandi endurbyggingar.

 

Dagskrá dagsins hefst í skólahúsinu kl. 14. Þar verður saga staðarins rifjuð upp, kynntar hugmyndir að notkun hússins, tónlistarkynning, myndasýning úr Hrútafirði og töframaður.

 

Kaffihlaðborð verður að dagskrá lokinni og síðan skoðunarferð um Riishús undir leiðsögn Georgs Jóns Jónssonar á Kjörseyri og Sverris Björnssonar í Brautarholti.

 

Borðeyri á sér langa og merka verslunarsögu allt frá söguöld. Á síðari tímum komu þar að verslun m.a. Pétur Eggerz úr Akureyjum. Richard P. Riis rekur þar síðan verslun með útibú á Hólmavík og Hvammstanga. Kaupfélag Hrútfirðinga tekur síðan við verslunarrekstri á staðnum.

 

Aðgangseyrir er 2.000 krónur fyrir fullorðna, 1.000 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri og frítt fyrir börn undir grunnskólaaldri. Athugið að það verður ekki posi á staðnum.