Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
10. nóvember 2010 13:00

Norræni skjaladagurinn

Norræni skjaladagurinn er á laugardag og af því tilefni verður opið hús hjá Héraðsskjalasafni Dalasýslu kl. 13-16. 

 

Frá árinu 2001 hafa norræn skjalasöfn sameinast um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Veður og loftslag“ sem er sameiginlegt norrænt þema. Hægt er að kynna sér norræna skjaladaginn nánar og efni frá öllum héraðsskjalasöfnum tengt veðri og loftslagi á vefnum skjaladagur.is.

 

Héraðsskjalasafn Dalasýslu var stofnað 1987 fyrir tilstuðlan Einars Kristjánssonar fyrrverandi skólastjóra Laugaskóla. Aðfangaskrá er til um safnið, en að öðru leiti er það enn óskráð. Hafist verður handa við skráningu á árinu 2010.

 

Héraðsskjalasafn Dalasýslu er staðsett í Stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11 á annarri hæð til vinstri.
 

Þjóðskjalasafn Íslands

Félag héraðsskjalavarða

Norræni skjaladagurinn