Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
4. nóvember 2010 16:07

Tríó Blik í Dalabúð í kvöld.

Tríó Blik verður með tónleika í Dalabúð fimmtudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 í Dalabúð.  

 

Tríó Blik skipa Hanna Dóra Sturludóttir söngkona, Freyja Gunnlaugsdóttir á klarínettu og Daníela Hlinkova á píanó.

 

Þær munu flytja nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Á efnisskránni eru þjóðþekktar perlur eftir þá félaga Ása og Geira, lög eins og Ég veit þú kemur, Maja litla, Sólbrúnir vangar, Síldarstúlkurnar ofl. 


Tríó Blik hefur starfað saman frá árinu 2006 og kom fyrsti geisladiskur þeirra "Kviða"  út á Íslandi síðastliðið vor.