Laus störf í Dalabyggð og nágrenni
Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.
Heimaþjónusta
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu.
Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur , hafa góða samskiptahæfileika og þarf að geta hafið störf sem first.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattar til að sækja um.
Upplýsingar veitir verkstjóri félagslegrar heimaþjónustu Ragnheiður Pálsdóttir í síma 849 2725 eða á netfangið heima.tjonusta@dalir.is.
17. október 2019