Forsetakosningar 2020

DalabyggðFréttir

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27.júní 2020.

Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is

Kjörskrá fyrir Dalabyggð mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 16.júní til kjördags, þ.e. mánudaga – föstudaga kl.09:00-13:00

Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninganna er hafin.

Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar til kjördags.

Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11 í Búðardal frá 9.júní á þriðjudögum og fimmtudögum kl.09:30-13:00.

Kjörfundur vegna forsetakosninga í Dalabyggð verður í fundarsal stjórnsýsluhússins (2.hæð) á Miðbraut 11 í Búðardal og stendur frá kl.10:00 til 22:00.
Kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað.

Til að vernda þá sem þess óska skal reikna með að næsti maður óski eftir 2 metra fjarlægðarreglu.
Sýnum tillitssemi og virðum sóttvarnir að fullu á kjörstað.

Kjörstjórn Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei