Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
14. júlí 2018 02:42

Vindorka í Dalabyggð

Efla verkfræðistofa hefur tekið saman skýrslu um stefnumótun og heildarúttekt á vindorku í Dalabyggð að beiðni sveitarfélagsins og í samræmi við samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. febrúar 2018 og fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 15. febrúar 2018.

 

meira...
13. júlí 2018 09:10

Sögurölt: Tröllaskoðunarferð á Ströndum

Söguröltið á Ströndum og í Dölum heldur áfram og þriðjudaginn 17. júlí kl. 19:30 verður farið í tröllaskoðunarferð í Kollafirði á Ströndum.

 

meira...
12. júlí 2018 06:00

Umsóknir um starf sveitarstjóra

Þrettán umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar. Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 9. júlí. Átta karlar og fimm konur sækjast eftir starfinu. Farið hefur verið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verða kallaðir í viðtöl. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.

 

meira...
12. júlí 2018 10:48

Heim í Búðardal

Bæjarhátíð verður haldin í Búðardal 13. – 15. júlí. Dagskráin er birt hér með fyrirvara um breytingar.

 

meira...
12. júlí 2018 10:39

Setjum Dalina í hátíðarbúning

Skreytingar á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal verða eins og verið hefur. Rauður og blár norðan megin í Búðardal og í öllu sveitarfélaginu þar í framhaldið og grænn og appelsínugulur í suðurhluta Búðardals og Suðurdölum. Nú er um að gera að finna upp á einhverju sniðugu og skemmtilegu, sem lífgar upp á Dalina í tilefni hátíðahaldanna.

 

meira...
9. júlí 2018 10:39

Blómmóðir besta

Helga Kress, prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytur erindið "Blómmóðir besta" á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 14. júlí kl. 15. Konan í lífi og ljóði Jóns Thoroddsen: Kristín Ólína Thoroddsen, fædd Sívertsen (1833-1879); saga sögð í bréfum, að Jóni gengnum.

 

meira...
7. júlí 2018 01:29

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 163. fundur

163. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 12. júlí 2018 og hefst kl. 16:00.

 

meira...
4. júlí 2018 02:20

Sögurölt í Kumbaravog

Miðvikudaginn 11. júlí kl. 19 verður þriðja sögurölt Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum í sumar.

 

Upphafsstaður er við Klofning. Farið verður upp á Klofning að hringsjá sem þar er og notið útsýnisins. Spjallað verður m.a. um búsetu, strauma, siglingaleiðir og annað er kemur upp í hugann varðandi eyjarnar fyrir mynni Hvammsfjarðar.

 

meira...