Bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíð í Búðardal verður haldin helgina 6.-8. júlí næstkomandi.Hátíðin verður með svipuðu sniði og fyrir tveimur árum og byggist upp á þáttöku heimamanna og annarra velunnara.
Í boði verður tónlist af ýmsu tagi, kjötsúpukvöld, markaður, sýningar, kvöldvaka, dansleikur með Skítamóral og Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu mun vera með viðburð.
Fyrir þá sem vilja taka þátt í dagskránni á einhvern hátt er bent á að hafa samband í síma 868 5193 (Hanna Valdís) eða á netfangið dalirnir@gmail.com.
Viðburðir bæjarhátíðarinnar verða kynntir nánar hér á vef Dalabyggðar fram að hátíðinni.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei